Innlent

Hækka ekki húsaleigu stúdenta í bili

Stjórn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri hefur ákveðið að hækka ekki húsaleigu stúdenta næstu þrjá mánuðina en hún fylgir vísitölu neysluverðs sem hefur hækkað talsvert að undanförnu.

Leigan hefur því farið hækkandi um leið og hún hefur lækkað á almennum markaði. Var svo komið að nemendur voru farnir að segja upp stúdentaíbúðum og farnir að leigja á almenna markaðnum. Í tilkynningu frá Félagsstofnuninni segir að vonast sé til að bærinn komi til skjalanna með húsaleigubætur til stúdenta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×