Innlent

Sautján ára fíkniefnasali handtekinn í Eyjum

Sautján ára piltur var handtekinn í Vestmannaeyjum um helgina eftir að fimmtíu grömm af amfetamíni fundust við húsleit á heimili hans. Lögregla hafði haft hann grunaðann um að stunda sölu á fíkniefnum, og játaði hann það við yfirheyrslur.

Þá var kona um tvítugt handtekinn á Vestmannaeyjaflugvelli um helgina, þegar hún var að sækja þangað pakka, með lítilræði af kannabisefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×