Innlent

Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu áhrif á ákvörðun um hryðjuverkalög

Davíð Oddsson seðlabankastjóri telur að það hafi haft mikil áhrif á bresk stjórnvöld að fé var flutt úr dótturfélagi Kaupþings, sem var undir bresku eftirliti. Þetta sagði Davíð þegar að hann var inntur eftir svörum í Kastljósi við því hvað hefði orðið til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi.

Davíð sagði að fyrst þetta hefði gerst þá hefðu menn talið að þetta gæti gerst í stofnunum sem lutu ekki bresku eftirliti. Davíð sagði að hafa þyrfti í huga að lögunum hefði verið beitt gegn Landsbankanum, en Landsbankinn í Bretlandi heyrði undir bankann á Íslandi. Davíð sagðist vita að fyrst hafi verið millifærðar 400 milljónir sterlingspunda úr dótturfélagi Kaupþings, næst 800 milljónir sterlingspunda og svo hærri upphæð.

Þá sagði Davíð að Seðlabankinn hefði ef til vill átt að leggja minni áherslu á að ná niður verðbólgu og leggja meiri áherslu á það að gengið færi ekki of hátt árið 2006. Það hefðu ef til vill verið mistook að gera það ekki. Enginn af þeim sem núna væri að gagnrýna Seðlabankann hefði hins vegar haft orð á þessu á þeim tíma. Það væri auðvelt að vera vitur eftirá.

Þá sagði Davíð að það hafi verið hann sem benti yfirvöldum á að emírinn frá Katar væri í blekkingarviðskiptum með Kaupþing. Það hafi meðal annars orðið til þess að breytingar voru gerðar á skilanefnd Kaupþings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×