Innlent

Sextán þúsund án atvinnu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 16.046 manns atvinnulausir á landinu öllu. Sem kunnugt er af fréttum var gert ráð fyrir að atvinnulausir yrðu orðnir 10% af vinnuafli í vor en nú eru líkur á að það hlutfall komi jafnvel fyrr á árinu.

Hafa verður í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus fer stækkandi, það er að segja þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Á vef Vinnumálastofnunnar segir að fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi séu um þessar mundir á bilinu 2000 til 2500.

Á vef Vinnumálstofnunnar kemur fram að atvinnulausir karlar eru 10.210 en 5836 konur eru án atvinnu.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 10.535 atvinnulausir og 1773 á Suðurnesjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×