Innlent

Tillögum um stjórnlagaþing vísað til þingflokka

Forystumenn ríkisstjórnarinnar á fundi með blaðamönnum fyrir hádegi.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar á fundi með blaðamönnum fyrir hádegi. MYND/Anton Brink
Hugmyndum ríkisstjórnarinnar hefur verið vísað til þingflokka stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Eitt af skilyrðum Framsóknarflokkssins fyrir því að verja ríkisstjórnina falli var að komið yrði á stjórnlagaþingi sem semja myndi nýja stjórnarskrá.

Fram kom á fundi Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingríms J. Sigfússonar með blaðamönnum í dag að ríkisstjórnin gerir tillögu um ákvæði í stjórnarskrá sem er stjórnskipulag heimild eða grundvöllur fyrir stjórnlagaþing. Í tillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þingfulltrúar verði 41 og kosnir persónukjöri. Hugmyndir framsóknarmanna gerðu ráð fyrir 63 fulltrúum.

Verkefni stjórnlagaþingsins verður að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins þar sem byggt verður á lýðræðisskipan, réttarríki og vernd mannréttinda. Alþingi mun gefa umsögn sína um nýja stjórnarskrá áður en hún er samþykkt.

Hugmyndir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að kosið verði um nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu og er gert ráð fyrir að að minnsta kosti 25% kjóseneda á kjörskrá þurfi að samþykkja stjórnarskrána til þess að hún öðlist gildi.

Frekar reglur um kosningu fulltrúa á stjórnlagaþing og skipulag þess gerir ríkisstjórnin ráð fyrir að verði sett að loknum þingkosningunum í vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×