Erlent

18 mánaða vopnahlé í burðarliðnum

Palestínumenn á Gazasströndinni í desember sl. eftir að loftárásir Ísraela hófust. MYND/Getty images
Palestínumenn á Gazasströndinni í desember sl. eftir að loftárásir Ísraela hófust. MYND/Getty images
Háttsettur fulltrúi Hamassamtakanna fullyrðir að öllum líkindum verði tilkynnt innan fáeina daga um 18 mánaða vopnhlé samtakanna og Ísraela á Gazaströndinni. Fulltrúinn, Osama al-Muzaini, lætur þó ekkert uppi hvað væntanlegt samkomulag mun fela í sér.

Egyptar hafa ítrekað reynt að miðla málum í deilunni og leggja áherslu á lengra vopnhlé, að stríðandi fylkingar skiptist á föngum og að landamærin við Gaza verði opnuð á nýjan leik.

Á morgun fara fram þingkosningar í Ísrael og munu úrslit þeirra hafa umtalsverð áhrif á framvinduna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×