Erlent

Rottufaraldur í uppsiglingu í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rottum í íbúðabyggð fjölgar nú sem aldrei fyrr í Bretlandi en mörg sveitarfélög hafa gripið til þess að spara í rekstri sínum með því að draga úr sorphirðu.

Útköll meindýraeyða hafa ekki verið fleiri í áratug en þeim fjölgaði um 15 prósent í fyrra. Færri ferðir sorphirðufólks leiða til þess að meira rusl safnast nú fyrir, utan við híbýli fólks og liggur þar lengur. Ruslið dregur að sér rottur líkt og ljós laðar til sín flugur. Skuggaráðherra landsbyggðarmálefna segir þetta enn eina gjöf Gordons Brown forsætisráðherra til bresks almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×