Erlent

Þingkosningar í Ísrael í dag

Guðjón Helgason skrifar

Þingkosningar eru í Ísrael í dag. Búist er við að kjósendur halli sér til hægri og velji hauka til að stjórna landinu. Útlit er fyrir að Binyamin Netanyahu, leiðtogi Líkúd bandalagsins, verði nýr forsætisráðherra.

Um snemmbúnar kosningar er að ræða. Ehud Olmert, fráfarandi forsætisráðherra, tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði að víkjaúr embætti og hætta sem leiðtogi Kadima flokksins vegna ásakana um spillingu. Ekki tókst að mynda nýja stjórn og því var boðað til kosninga.

Síðustu vikurnar hafa kannanir bent til þess að Binyamin Netanyahu, leiðtogi hægrisinnaða stjórnarandstöðuflokksins Líkúd-bandalagsins, verði næsti forsætisráðherra. Netanyahu var forsætsiráðherra á árunum 1996 til 1999.

Eitthvað hefur þó stjórnarflokkunum tekist að saxa á forskotið síðustu daga og kemur Tzipi Livni, utanríkisráðherra og nýr leiðtogi Kadima-flokksins, fast á hæla Netanyhus. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma og verður lokað klukkan átta.

Ísraelar lokuðu Vesturbakkanum í dag vegna kosninganna og banna Palestínumönnum að koma til Ísraels. Kannanir benda til þess að kjörsókn gæti orðið slök. Tuttugu prósent kjósenda vissu ekki hverja þeir vildu kjósa og töldu alla kosti vonda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×