Innlent

Einungis verið að ryðja bankastjórunum út

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á Seðlabankanum sé einungis verið að ryðja ákveðnum einstaklingum úr vegi. „Þetta er mjög gallað frumvarp. Þetta er samið í flýti. Þetta er mjög vanbúið frumvarp," sagði Geir í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld.

Geir fullyrti að hann hefði ekki tilkynnt um brothvarf sitt úr stjórnmálum hefði landsfundur Sjálfstæðisflokksins verið haldinn í haust og næstu kosningar færu fram árið 2011. Aftur á móti hafi hann þurft að taka ákvörðun þegar kom í ljós að hann væri með illkynja æxli í vélinda.

Gamlir vinnufélagar

„Þetta eru gamlir vinnufélagar mínir," sagði Geir um bankastjóranna þrjá. Geir starfaði á sex ára tímabili í Seðlbankanum, en Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason hafa starfað hjá bankanum í áratugi. „Mér finnst algjör hörmung hvernig er búið að fara með hann og hans persónu," sagði Geir um Eirík.

Bréf Davíðs betra en bréf Jóhönnu

„Mér fannst bréfið hjá honum mun betra en bréf Jóhönnu," sagði Geir um bréf sem forsætisráðherra sendi bankastjórunum í seinustu viku.

Líður vel eftir aðgerðina

Geir sagði að nýleg aðgerð sem hann fór í Hollandi hafa gengið vel. „Mér finnst ég vera heill heilsu," sagði Geir sem fór í ræktina í morgun. Hann fer í framhaldsaðgerð innan tveggja mánuða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×