Innlent

Jón segir skilið við Frjálslynda

Jón Magnússon tilkynnti við upphaf þingfundnar í dag að hann hefði sagt sig úr Frjálslynda flokknum og þingflokki flokksins. Hann mun sitja á Alþingi fram að kosningum utan flokka.

Jón settist á þing fyrir Frjálslynda flokkinn í maí 2007 og í september sl. var hann kjörinn þingflokksformaður flokksins.


Tengdar fréttir

Jón varð undir í þingflokknum

Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, varð undir í atkvæðagreiðslu í þingflokknum fyrr í vikunni þegar tekin var ákvörðun um það hvort að flokkurinn stillti sér upp með stjórnarflokkunum og Framsóknarflokknum gegn Sjálfstæðisflokknum við kosningu fastanefnda Alþingis.

Siðferðisbrestur Guðjóns - hættir á þingi fyrir Frjálslynda

„Þegar menn búa við heimilisböl til lengri tíma þá endar það með því að þeir segja hingað og ekki lengra," segir Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sem hefur ákveðið gefa ekki kost á sér fyrir flokkinn í komandi þingkosningum. Jón segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, hafa sýnt alvarlegan siðferðisbrest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×