Erlent

Óttast að tala látinna í Ástralíu verði á þriðja hundrað

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hótel í Marysville brunnið til kaldra kola.
Hótel í Marysville brunnið til kaldra kola. MYND/AFP/Getty Images

Óttast er að tala látinna í kjarreldunum í Ástralíu fari allt upp í 230 manns, en 173 hafa þegar fundist látnir. Líklegt þykir að sú tala hækki eftir því sem björgunarsveitir komast lengra inn á þau svæði sem hvað verst urðu úti.

Lögreglu grunar að einhverjir eldanna séu af mannavöldum en þeir loga á yfir 400 mismunandi stöðum. Er því litið á marga brunna bæi og þorp, sem vettvang glæpa, og hefur tæknilið lögreglu þegar tekið til við að rannsaka eldsupptök þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×