Innlent

Fjörutíu prósent færri út í janúar

Fjörutíu prósent færri Íslendingar fóru frá Leifsstöð til útlanda í janúar síðastliðnum, samanborið við sama mánuð í fyrra. Þeir voru 16 þúsund í ár en 31 þúsund í fyrra þannig að samdrátturinn nemur 15 þúsund manns.

Erlendum ferðamönnum fækkaði líka, en aðeins um 300, sem er eitt og hálft prósent. Viðkomufarþegum á leið yfir Atlantshafið fjölgaði hins vegar um sex prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×