Innlent

Fyrsta barn ársins fæddist í uppblásinni laug

Jochum Helgi Baldursson er fyrsta barn ársins 2009. Hann fæddist í heimahúsi rétt eftir miðnætti.

Gamlárskvöld var með rólegasta móti framan af hjá fjölskyldunni. En litli drengurinn hafði látið bíða eftir sér því móðirin var sett á jóladag.

Freyja Sól Kjartansdóttir segir að fjölskyldan hafi borðað kvöldmatin í rólegheitum en Jochum hafi látið vita af sér skömmu síðar.

Jochum Helgi fæddist fjórum mínútum yfir miðnætti í upplásinni laug á stofugólfinu heima. Fjölskyldan segist varla hafa tekið eftir hávaðnum af flugeldunum í þetta skipti. Freyja segist hafa verið einmitt að koma Jochumi í heiminn.

Þetta er önnur heimafæðing Margrétar Rósu, móður Jochums, og mæla foreldrarnir eindregið með því að taka á móti nýjum fjölskyldumeðlimi á eigin heimili.








Tengdar fréttir

Fyrsta barn ársins fæddist í heimahúsi

Fjórar mínútur yfir miðnætti í gærkvöldi fæddist drengur í heimahúsi í Skipholti í Reykjavík. Samkvæmt því sem Vísir kemst næst er þetta fyrsta barn ársins en drengurinn var 16 merkur og rúmlega fjögur kíló. Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir sem tók á móti drengnum segir allt hafa gengið eins og í sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×