Innlent

Eldur í ókláruðu húsi í Garðabæ

Frá húsinu í Borgarási í kvöld.
Frá húsinu í Borgarási í kvöld. MYND/Steinn Vignir.

Slökkvilið var kallað að hálfbyggðu húsi í Borgarási í Garðabæ á sjöunda tímanum í kvöld en svo virðist sem að kveikt hafi verið í drasli í miðju húsinu. Það tök slökkvilið skamma stund að slökkva eldinn. Húsið er fokhellt og eru skemmdir á gleri og gluggakörmum.

Töluvert hefur verið um smábruna á höfuðborgarsvæðinu í dag og hefur slökkvilið sinnt átta útköllum vegna þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×