Erlent

Skelfilegt að þurfa að yfirgefa átta manns í snjóflóði

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jeff Adams í fylgd björgunarfólks eftir snjóflóðið.
Jeff Adams í fylgd björgunarfólks eftir snjóflóðið. MYND/AP/Canadian Press/Jonathan Hayward

Maður sem komst lífs af í snjóflóðinu í kanadísku Klettafjöllunum í síðustu viku segir það hafa verið skelfilega erfiða ákvörðun að skilja átta ferðafélaga sína eftir, grafna undir snjóflóðinu, til að bjarga sínu eigin lífi.

Alls féllu þrjú snjóflóð á svæðinu með stuttu millibili og segir Jeff Adams, sem komst lífs af við þriðja mann, í viðtali við Telegraph að þeir þremenningarnir hafi tekið þá ákvörðun að öruggast væri að forða sér af hættusvæðinu.

Adams nafngreinir sérstaklega Daníel Bjarnason sem hann segir hafa bjargað sér upp úr fyrsta flóðinu en hann hafi svo neyðst til að skilja Daníel eftir í snjónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×