Erlent

Stunginn til bana í Kaupmannahöfn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tæplega fertugur maður lést af völdum hnífstungu á skemmtistað í Kaupmannahöfn á gamlárskvöld en þar fór fram áramótadansleikur. Slagsmál brutust út á staðnum og lyktaði þeim með því að maður dró upp hníf og beitti honum. Tveir aðrir eru særðir eftir árásina og leitar lögreglan árásarmannsins enn þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×