Innlent

Bætur hafa verið hækkaðar

Atvinnuleysisbætur hækka frá og með 1. janúar.
Atvinnuleysisbætur hækka frá og með 1. janúar. Fréttablaðið/GVA
Hækkun atvinnuleysisbóta, sem átti að koma til framkvæmda 1. mars, var flýtt til 1. janúar. Gert er ráð fyrir að bæturnar hækki um 13.500 krónur, til samræmis við lægstu laun á almennum vinnumarkaði.

Að auki hefur félags- og tryggingamálaráðherra undirritað reglugerð þess efnis að hámarkstekjutengdar atvinnuleysisbætur hækki um sama hlutfall. Þær verða þá 242.636 krónur á mánuði í stað 220.729 króna áður. - hhs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×