Innlent

Stunginn í verslun 10-11 - árásarmanna leitað

Verslun 10-11 við Lágmúla
Verslun 10-11 við Lágmúla

Maður var stunginn í verslun 10-11 við Lágmúla í Reykjavík fyrir um klukkutíma síðan. Að sögn lögreglu er árásarmannanna sem voru tveir leitað.

Maðurinn sem var stunginn var staddur í versluninni í morgun þegar tveir menn gengu upp að honum og stungu hann. Maðurinn var fluttur á slysadeild.

Að sögn lögreglu þekkir fórnarlambið ekki árásarmennina og veit ekki ástæður þess að hann var stunginn.

Lögregla skoðar nú myndir úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×