Innlent

Spreyjað á hús Björgólfs Thors

Skemmdir voru nýverið unnar á húsnæði Björólfs Thors Björgólfssonar, ríkasta manns Íslands, og eiginkonu hans Kristínar Ólafsdóttur í Láglandi í Fossvogshverfi. Á húsið voru spreyjaðar myndir af Björgólfi og Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Undir myndirnar er ritað fæðingarár þeirra og ártalið 2009.

Björgólfur og Kristín tóku húsið á leigu á seinnihluta seinasta árs en það er í eigu Elvars Steinars Þorkellssonar sem starfar fyrir Micrasoft í Rússlandi.





MYND/GAÁ

Björgólfur og Kristín voru að heiman þegar skemmdirnar voru unnar á húsinu en þau eru erlendis samkvæmt Ásgeiri Friðgeirssyni, upplýsingafulltrúa Björgólfsfeðga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×