Telja óþarft að kjósa um aðildarviðræður 2. janúar 2009 05:30 Evrópumál Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að þjóðin fái ekki aðeins að kjósa um mögulega aðild að Evrópusambandinu, heldur einnig um það hvort gengið skuli til aðildarviðræðna. Formenn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar úr báðum stjórnarflokkum telja það ónauðsynlegt. Geir viðraði þessa skoðun sína í áramótaávarpi sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Þar sagði hann sjálfgefið að þjóðin fengi að kjósa um aðild, en í ljósi alvöru og mikilvægis málsins kæmi það einnig til greina að ríkisstjórnin fengi umboð frá þjóðinni til að ganga til viðræðna. „Eðlilegt væri að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar að lokinni eðlilegri kynningu á málinu.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna Evrópunefndarinnar, ritaði grein í Fréttablaðið um miðjan desember ásamt Bjarna Benediktssyni þar sem þeir lýstu því yfir að þeir vildu að Ísland hefði aðildarviðræður við Evrópusambandið og síðan yrði kosið um aðild. Illugi tekur þó ekki illa í hugmynd Geirs. „Ef mönnum finnst betra að fá sérstakt umboð til að fara í viðræðurnar þá geri ég engar athugasemdir við það, en í sjálfu sér held ég að það sé engin sérstök nauðsyn á því. Hin leiðin er hreinlegri af því að þá erum við að kjósa um eitthvað sem við vitum hvað er.“ Hann telur að allt sem geti aukið sátt um málið sé af hinu góða, en aðalatriðið sé að þjóðin fái að taka ákvörðunina. „En ég tel að atkvæðagreiðslan sem skiptir raunverulega máli í þessu verði þegar við greiðum atkvæði með eða á móti svona samningi,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og hinn formaður Evrópunefndarinnar, fagnar því að Geir skuli ganga lengra en hann hefur áður gert. „En ég bind vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins komist að meira afgerandi niðurstöðu. Mér finnst miklu skynsamlegra að við förum ekki í þjóðaratkvæði fyrr en við höfum einhvern samning til að kjósa um þannig að staðreyndirnar séu á hreinu,“ segir Ágúst. Annars sé hætta á að umræðan fyrir kosningarnar verði öfgafull – snúist um óraunhæfar væntingar og svartsýnishjal. Geir h. Haarde Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Evrópumál Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að þjóðin fái ekki aðeins að kjósa um mögulega aðild að Evrópusambandinu, heldur einnig um það hvort gengið skuli til aðildarviðræðna. Formenn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar úr báðum stjórnarflokkum telja það ónauðsynlegt. Geir viðraði þessa skoðun sína í áramótaávarpi sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Þar sagði hann sjálfgefið að þjóðin fengi að kjósa um aðild, en í ljósi alvöru og mikilvægis málsins kæmi það einnig til greina að ríkisstjórnin fengi umboð frá þjóðinni til að ganga til viðræðna. „Eðlilegt væri að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar að lokinni eðlilegri kynningu á málinu.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna Evrópunefndarinnar, ritaði grein í Fréttablaðið um miðjan desember ásamt Bjarna Benediktssyni þar sem þeir lýstu því yfir að þeir vildu að Ísland hefði aðildarviðræður við Evrópusambandið og síðan yrði kosið um aðild. Illugi tekur þó ekki illa í hugmynd Geirs. „Ef mönnum finnst betra að fá sérstakt umboð til að fara í viðræðurnar þá geri ég engar athugasemdir við það, en í sjálfu sér held ég að það sé engin sérstök nauðsyn á því. Hin leiðin er hreinlegri af því að þá erum við að kjósa um eitthvað sem við vitum hvað er.“ Hann telur að allt sem geti aukið sátt um málið sé af hinu góða, en aðalatriðið sé að þjóðin fái að taka ákvörðunina. „En ég tel að atkvæðagreiðslan sem skiptir raunverulega máli í þessu verði þegar við greiðum atkvæði með eða á móti svona samningi,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og hinn formaður Evrópunefndarinnar, fagnar því að Geir skuli ganga lengra en hann hefur áður gert. „En ég bind vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins komist að meira afgerandi niðurstöðu. Mér finnst miklu skynsamlegra að við förum ekki í þjóðaratkvæði fyrr en við höfum einhvern samning til að kjósa um þannig að staðreyndirnar séu á hreinu,“ segir Ágúst. Annars sé hætta á að umræðan fyrir kosningarnar verði öfgafull – snúist um óraunhæfar væntingar og svartsýnishjal. Geir h. Haarde Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira