Telja óþarft að kjósa um aðildarviðræður 2. janúar 2009 05:30 Evrópumál Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að þjóðin fái ekki aðeins að kjósa um mögulega aðild að Evrópusambandinu, heldur einnig um það hvort gengið skuli til aðildarviðræðna. Formenn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar úr báðum stjórnarflokkum telja það ónauðsynlegt. Geir viðraði þessa skoðun sína í áramótaávarpi sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Þar sagði hann sjálfgefið að þjóðin fengi að kjósa um aðild, en í ljósi alvöru og mikilvægis málsins kæmi það einnig til greina að ríkisstjórnin fengi umboð frá þjóðinni til að ganga til viðræðna. „Eðlilegt væri að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar að lokinni eðlilegri kynningu á málinu.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna Evrópunefndarinnar, ritaði grein í Fréttablaðið um miðjan desember ásamt Bjarna Benediktssyni þar sem þeir lýstu því yfir að þeir vildu að Ísland hefði aðildarviðræður við Evrópusambandið og síðan yrði kosið um aðild. Illugi tekur þó ekki illa í hugmynd Geirs. „Ef mönnum finnst betra að fá sérstakt umboð til að fara í viðræðurnar þá geri ég engar athugasemdir við það, en í sjálfu sér held ég að það sé engin sérstök nauðsyn á því. Hin leiðin er hreinlegri af því að þá erum við að kjósa um eitthvað sem við vitum hvað er.“ Hann telur að allt sem geti aukið sátt um málið sé af hinu góða, en aðalatriðið sé að þjóðin fái að taka ákvörðunina. „En ég tel að atkvæðagreiðslan sem skiptir raunverulega máli í þessu verði þegar við greiðum atkvæði með eða á móti svona samningi,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og hinn formaður Evrópunefndarinnar, fagnar því að Geir skuli ganga lengra en hann hefur áður gert. „En ég bind vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins komist að meira afgerandi niðurstöðu. Mér finnst miklu skynsamlegra að við förum ekki í þjóðaratkvæði fyrr en við höfum einhvern samning til að kjósa um þannig að staðreyndirnar séu á hreinu,“ segir Ágúst. Annars sé hætta á að umræðan fyrir kosningarnar verði öfgafull – snúist um óraunhæfar væntingar og svartsýnishjal. Geir h. Haarde Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Evrópumál Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að þjóðin fái ekki aðeins að kjósa um mögulega aðild að Evrópusambandinu, heldur einnig um það hvort gengið skuli til aðildarviðræðna. Formenn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar úr báðum stjórnarflokkum telja það ónauðsynlegt. Geir viðraði þessa skoðun sína í áramótaávarpi sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Þar sagði hann sjálfgefið að þjóðin fengi að kjósa um aðild, en í ljósi alvöru og mikilvægis málsins kæmi það einnig til greina að ríkisstjórnin fengi umboð frá þjóðinni til að ganga til viðræðna. „Eðlilegt væri að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar að lokinni eðlilegri kynningu á málinu.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna Evrópunefndarinnar, ritaði grein í Fréttablaðið um miðjan desember ásamt Bjarna Benediktssyni þar sem þeir lýstu því yfir að þeir vildu að Ísland hefði aðildarviðræður við Evrópusambandið og síðan yrði kosið um aðild. Illugi tekur þó ekki illa í hugmynd Geirs. „Ef mönnum finnst betra að fá sérstakt umboð til að fara í viðræðurnar þá geri ég engar athugasemdir við það, en í sjálfu sér held ég að það sé engin sérstök nauðsyn á því. Hin leiðin er hreinlegri af því að þá erum við að kjósa um eitthvað sem við vitum hvað er.“ Hann telur að allt sem geti aukið sátt um málið sé af hinu góða, en aðalatriðið sé að þjóðin fái að taka ákvörðunina. „En ég tel að atkvæðagreiðslan sem skiptir raunverulega máli í þessu verði þegar við greiðum atkvæði með eða á móti svona samningi,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og hinn formaður Evrópunefndarinnar, fagnar því að Geir skuli ganga lengra en hann hefur áður gert. „En ég bind vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins komist að meira afgerandi niðurstöðu. Mér finnst miklu skynsamlegra að við förum ekki í þjóðaratkvæði fyrr en við höfum einhvern samning til að kjósa um þannig að staðreyndirnar séu á hreinu,“ segir Ágúst. Annars sé hætta á að umræðan fyrir kosningarnar verði öfgafull – snúist um óraunhæfar væntingar og svartsýnishjal. Geir h. Haarde Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira