Telja óþarft að kjósa um aðildarviðræður 2. janúar 2009 05:30 Evrópumál Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að þjóðin fái ekki aðeins að kjósa um mögulega aðild að Evrópusambandinu, heldur einnig um það hvort gengið skuli til aðildarviðræðna. Formenn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar úr báðum stjórnarflokkum telja það ónauðsynlegt. Geir viðraði þessa skoðun sína í áramótaávarpi sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Þar sagði hann sjálfgefið að þjóðin fengi að kjósa um aðild, en í ljósi alvöru og mikilvægis málsins kæmi það einnig til greina að ríkisstjórnin fengi umboð frá þjóðinni til að ganga til viðræðna. „Eðlilegt væri að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar að lokinni eðlilegri kynningu á málinu.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna Evrópunefndarinnar, ritaði grein í Fréttablaðið um miðjan desember ásamt Bjarna Benediktssyni þar sem þeir lýstu því yfir að þeir vildu að Ísland hefði aðildarviðræður við Evrópusambandið og síðan yrði kosið um aðild. Illugi tekur þó ekki illa í hugmynd Geirs. „Ef mönnum finnst betra að fá sérstakt umboð til að fara í viðræðurnar þá geri ég engar athugasemdir við það, en í sjálfu sér held ég að það sé engin sérstök nauðsyn á því. Hin leiðin er hreinlegri af því að þá erum við að kjósa um eitthvað sem við vitum hvað er.“ Hann telur að allt sem geti aukið sátt um málið sé af hinu góða, en aðalatriðið sé að þjóðin fái að taka ákvörðunina. „En ég tel að atkvæðagreiðslan sem skiptir raunverulega máli í þessu verði þegar við greiðum atkvæði með eða á móti svona samningi,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og hinn formaður Evrópunefndarinnar, fagnar því að Geir skuli ganga lengra en hann hefur áður gert. „En ég bind vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins komist að meira afgerandi niðurstöðu. Mér finnst miklu skynsamlegra að við förum ekki í þjóðaratkvæði fyrr en við höfum einhvern samning til að kjósa um þannig að staðreyndirnar séu á hreinu,“ segir Ágúst. Annars sé hætta á að umræðan fyrir kosningarnar verði öfgafull – snúist um óraunhæfar væntingar og svartsýnishjal. Geir h. Haarde Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Evrópumál Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að þjóðin fái ekki aðeins að kjósa um mögulega aðild að Evrópusambandinu, heldur einnig um það hvort gengið skuli til aðildarviðræðna. Formenn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar úr báðum stjórnarflokkum telja það ónauðsynlegt. Geir viðraði þessa skoðun sína í áramótaávarpi sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Þar sagði hann sjálfgefið að þjóðin fengi að kjósa um aðild, en í ljósi alvöru og mikilvægis málsins kæmi það einnig til greina að ríkisstjórnin fengi umboð frá þjóðinni til að ganga til viðræðna. „Eðlilegt væri að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar að lokinni eðlilegri kynningu á málinu.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna Evrópunefndarinnar, ritaði grein í Fréttablaðið um miðjan desember ásamt Bjarna Benediktssyni þar sem þeir lýstu því yfir að þeir vildu að Ísland hefði aðildarviðræður við Evrópusambandið og síðan yrði kosið um aðild. Illugi tekur þó ekki illa í hugmynd Geirs. „Ef mönnum finnst betra að fá sérstakt umboð til að fara í viðræðurnar þá geri ég engar athugasemdir við það, en í sjálfu sér held ég að það sé engin sérstök nauðsyn á því. Hin leiðin er hreinlegri af því að þá erum við að kjósa um eitthvað sem við vitum hvað er.“ Hann telur að allt sem geti aukið sátt um málið sé af hinu góða, en aðalatriðið sé að þjóðin fái að taka ákvörðunina. „En ég tel að atkvæðagreiðslan sem skiptir raunverulega máli í þessu verði þegar við greiðum atkvæði með eða á móti svona samningi,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og hinn formaður Evrópunefndarinnar, fagnar því að Geir skuli ganga lengra en hann hefur áður gert. „En ég bind vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins komist að meira afgerandi niðurstöðu. Mér finnst miklu skynsamlegra að við förum ekki í þjóðaratkvæði fyrr en við höfum einhvern samning til að kjósa um þannig að staðreyndirnar séu á hreinu,“ segir Ágúst. Annars sé hætta á að umræðan fyrir kosningarnar verði öfgafull – snúist um óraunhæfar væntingar og svartsýnishjal. Geir h. Haarde Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira