Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Rafn Ágúst Ragnarsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 25. ágúst 2025 21:24 Hrönn Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar. Vísir/Einar Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir fjölda eldislaxa í Haukadalsá undir þeim mörkum sem teljast alvarleg. Fjögur prósent veiddra laxa í tiltekinni á þurfa að vera eldislaxar til að hættuástand skapist vegna erfðablöndunar. Greiningu er lokið á 11 löxum af þeim 19 sem veiddir voru í Haukadalsá og af þessum ellefu löxum er staðfest að þrír þeirra eru eldislaxar. Það á eftir að ljúka greiningu á átta löxum og þá barst tilkynning um tvo laxa um helgina frá þessu sama svæði. Í tilkynningu sem barst í dag var tekið fram að staðan væri ekki metin alvarleg þar sem svona fáir eldislaxar hafi veiðst. Upplýsingaóreiðu hefur gætt í umfjöllun um mengun stofnsins í Haukadalsá en fyrst var greint frá því að mögulega væru mörghundruð eldislaxar í ánni. Voru vinnubrögðin ekki nógu góð? „Rannsóknin hefur verið góð og ég held að vinnubrögðin í sjálfri rannsókninni séu góð en hins vegar er mikilvægt að réttar upplýsingar komist til almennings í gegnum fjölmiðla. Því komum við fram með þessa fréttatilkynningu núna til þess að tryggja að umræðan sé byggð á réttum gögnum,“ segir Hrönn. Niðurstöður skoðanakönnunar á vegum Maskínu sýndu að rúmur helmingur landsmanna hafi miklar áhyggjur af því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Alls 56 prósent svarenda svöruðu á þá leið. „Að sjálfsögðu er ekki gott að finna eldislaxa í íslenskri náttúru og þeir eiga ekki að vera þar. Það er áhættumat erfðablöndunar sem metur það hvort staðan sé orðin alvarleg. Hún er það ekki í þessu tilfelli. Það þarf að fara yfir 4 prósent fiska í ánni til þess að komist upp ákveðið hættuástand,“ segir Hrönn. Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Stangveiði Fiskeldi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Greiningu er lokið á 11 löxum af þeim 19 sem veiddir voru í Haukadalsá og af þessum ellefu löxum er staðfest að þrír þeirra eru eldislaxar. Það á eftir að ljúka greiningu á átta löxum og þá barst tilkynning um tvo laxa um helgina frá þessu sama svæði. Í tilkynningu sem barst í dag var tekið fram að staðan væri ekki metin alvarleg þar sem svona fáir eldislaxar hafi veiðst. Upplýsingaóreiðu hefur gætt í umfjöllun um mengun stofnsins í Haukadalsá en fyrst var greint frá því að mögulega væru mörghundruð eldislaxar í ánni. Voru vinnubrögðin ekki nógu góð? „Rannsóknin hefur verið góð og ég held að vinnubrögðin í sjálfri rannsókninni séu góð en hins vegar er mikilvægt að réttar upplýsingar komist til almennings í gegnum fjölmiðla. Því komum við fram með þessa fréttatilkynningu núna til þess að tryggja að umræðan sé byggð á réttum gögnum,“ segir Hrönn. Niðurstöður skoðanakönnunar á vegum Maskínu sýndu að rúmur helmingur landsmanna hafi miklar áhyggjur af því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Alls 56 prósent svarenda svöruðu á þá leið. „Að sjálfsögðu er ekki gott að finna eldislaxa í íslenskri náttúru og þeir eiga ekki að vera þar. Það er áhættumat erfðablöndunar sem metur það hvort staðan sé orðin alvarleg. Hún er það ekki í þessu tilfelli. Það þarf að fara yfir 4 prósent fiska í ánni til þess að komist upp ákveðið hættuástand,“ segir Hrönn.
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Stangveiði Fiskeldi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira