Milljónatjón vegna mótmælanna í gær 1. janúar 2009 13:24 Ari Edwald forstjóri 365. Ari Edwald forstjóri 365 segist ekki vera með nákvæma tölu yfir það tjón sem fyrirtækið varð fyrir í gær vegna mótmælanna við Hótel Borg. Það sé þó ljóst að skemmdir á búnaði og röskun á tekjuöflun hlaupi á milljónum. Hann segir fyrirtækið ætla að skoða í hvaða stöðu það sé gagnvart skemmdarvörgunum. Hann spyr hversu lengi lögreglan geti tekið grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Ég er nú ekki með nákvæma tölu en þetta er annarsvegar búnaður sem verður fyrir skemmdum og þarf að laga í dag svo hann verði tilbúinn á morgun. Hinsvegar er þetta röskun á tekjuöflun. Þetta er margþætt tjón sem við höfum ekki lagt mat á enda kannski ekki forgangsmál í dag að klára það. En við munum skoða þetta og í hvaða stöðu við erum gagnvart þessum skemmdarvörgum. Ef það tekst að greina hverjir það eru sem eiga þar í hlut munum við reyna að leita eftir ábyrgð hjá slíkum gerendum," segir Ari. Hann gagnrýnir lögreglu sem hann segir hafa gripið of seint inn í og spyr hvað þurfi að gerast til þess að menn fari að líta þessa stöðu alvarlegum augum. „Þetta er hætt að snúast um fólk sem er að koma skoðunum sínum á framfæri. Þegar maður horfir á myndbandið á Vísi þá er augljóst að þetta er farið að snúast meira um fólk sem sogast að þessari „action". Fólk sem hleypur til þegar verið að berja og brjóta. Eins og ég sagði í áramótagrein minni í Markaðnum þá hef ég haft almennar áhyggjur af því hvert við erum að stefna," segir Ari og vitnar í orð sín þar um hversu lengi lögreglan taki á grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Þetta er auðvitað komið út fyrir allt það sem fólk getur sætt sig við sem býr í eðlilegu samfélagi. Þetta er erfið lífsreynsla fyrir alla þá sem lenda í svona, ekki bara fyrir þá sem urðu fyrir líkamstjóni. Fólk er mjög slegið." Tengdar fréttir Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56 Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48 Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18 Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ari Edwald forstjóri 365 segist ekki vera með nákvæma tölu yfir það tjón sem fyrirtækið varð fyrir í gær vegna mótmælanna við Hótel Borg. Það sé þó ljóst að skemmdir á búnaði og röskun á tekjuöflun hlaupi á milljónum. Hann segir fyrirtækið ætla að skoða í hvaða stöðu það sé gagnvart skemmdarvörgunum. Hann spyr hversu lengi lögreglan geti tekið grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Ég er nú ekki með nákvæma tölu en þetta er annarsvegar búnaður sem verður fyrir skemmdum og þarf að laga í dag svo hann verði tilbúinn á morgun. Hinsvegar er þetta röskun á tekjuöflun. Þetta er margþætt tjón sem við höfum ekki lagt mat á enda kannski ekki forgangsmál í dag að klára það. En við munum skoða þetta og í hvaða stöðu við erum gagnvart þessum skemmdarvörgum. Ef það tekst að greina hverjir það eru sem eiga þar í hlut munum við reyna að leita eftir ábyrgð hjá slíkum gerendum," segir Ari. Hann gagnrýnir lögreglu sem hann segir hafa gripið of seint inn í og spyr hvað þurfi að gerast til þess að menn fari að líta þessa stöðu alvarlegum augum. „Þetta er hætt að snúast um fólk sem er að koma skoðunum sínum á framfæri. Þegar maður horfir á myndbandið á Vísi þá er augljóst að þetta er farið að snúast meira um fólk sem sogast að þessari „action". Fólk sem hleypur til þegar verið að berja og brjóta. Eins og ég sagði í áramótagrein minni í Markaðnum þá hef ég haft almennar áhyggjur af því hvert við erum að stefna," segir Ari og vitnar í orð sín þar um hversu lengi lögreglan taki á grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Þetta er auðvitað komið út fyrir allt það sem fólk getur sætt sig við sem býr í eðlilegu samfélagi. Þetta er erfið lífsreynsla fyrir alla þá sem lenda í svona, ekki bara fyrir þá sem urðu fyrir líkamstjóni. Fólk er mjög slegið."
Tengdar fréttir Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56 Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48 Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18 Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56
Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48
Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18
Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18