Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár Starfsfólk Vísis óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á því viðburðarríka ári sem nú er liðið. 31.12.2008 23:45 Baráttunni hvergi nærri lokið „Sá dagur líður ei hjá að ég spyrji mig ekki hvort stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir þá atburði sem urðu hér á landi í haust,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu sem sýnt var í kvöld. Geir sagði að hann sem forsætisráðherra bæri ábyrgð á stjórn landsins og þá ábyrgð myndi hann axla, hvort sem siglt væri um lygnan sjó eða þungan. 31.12.2008 21:32 Hápunktar ársins 2008 í annál Stöðvar 2 Fréttaannáll Stöðvar 2 var sýndur á Stöð 2 í kvöld og var útsendingin einnig send beint út á Vísi. Hægt er að horfa á annálinn með því að smella á hlekkinn hér að ofan. 31.12.2008 19:45 Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31.12.2008 16:18 Egill Helgason átti leið framhjá mótmælunum „Ég á heima í næstu götu. Gekk þarna fram hjá eins og endranær með syni mínum á leið til að kaupa flugelda. Staldraði við í sirka fimm mínútur. Talaði við nokkra kunningja mína sem áttu líka leið framhjá. Lét í ljósi þá skoðun mína að fólk sé eðlilega reitt út í ríkisstjórn íslands. Það var nú alltof sumt," segir Egill Helgason, spjallþáttastjórnandi á Ríkissjónvarpinu. 31.12.2008 16:18 Leiðinlegt að hafa ekki getað klárað þáttinn Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir leiðinlegt að ekki hafi verið hægt að klára Kryddsíldina og ræða málin. Hann segir alltaf leiðinlegt þegar mótmæli fari úr böndunum en hann skilur fólk sem er að mótmæla fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Steingrímur segir að nú ætti að boða til kosninga. 31.12.2008 15:59 Búið að handtaka þrjá Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er aðgerðum við Hótel Borg ekki lokið en nú þegar er búið að hantaka þrjá einstaklinga. Nokkrir lögreglumenn urðu fyrir meiðslum og fékk m.a einn grjót í höfuðið. Hinir lentu í stympingum. 31.12.2008 15:34 Tæknifólk Stöðvar 2 varð fyrir árásum Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnandi Kryddsíldarinnar segir að tæknifólk Stöðvar 2 hafi orðið fyrir árásum á meðan þátturinn var sendur út fyrr í dag. Þetta er átjánda Kryddsíldin sem er haldinn. Sigmundru segir að mótmælendur hafi með framferði sínu klippt á lýðræðislega umræðu í landinu. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fékk stein í höfuðið. 31.12.2008 15:25 Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31.12.2008 14:48 Ingibjörg og Geir ákváðu að geyma hrókeringar í ríkisstjórn fram yfir landsfund Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í Kryddsíldinni fyrir stundu að hún og Geir H. Haarde forsætisráðherra hefðu rætt um hrókeringar í ríkisstjórn fyrir jól. Niðurstaða þeirra hefði hinsvegar verið að best væri að bíða með þær ákvarðanir fram yfir landsfund Sjálfstæðisflokksins í janúar. 31.12.2008 14:34 Kryddsíldin í beinni Kryddsíld Stöðvar 2 hófst nú klukkan tvö. Þar spyrja þau Sigmundur Ernir Rúnarsson og Edda Andrésdóttir leiðtoga stjórnmálaflokkanna spjörunum úr. Það má búast við fjörugum þætti, enda margt að ræða eftir þetta viðburðarríka ár. 31.12.2008 14:00 Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31.12.2008 13:56 Hernaði verður haldið áfram á Gaza Núverandi ástand býður ekki upp á vopnahlé á Gaza. Þetta sagði Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels við blaðamenn að loknum fundi með öryggisráði landsins í dag. 31.12.2008 13:29 Fjöldi brenna um allt land Tugir brenna verða haldnar víða á landinu í kvöld, gamlárskvöld. Fjórar stórar brennur verða í Reykjavík í ár og fimm litlar. 31.12.2008 12:35 Obama á móti arftakanum Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, hvetur demókrata á Bandaríkjaþingi til að hafna arftaka sínum sem ríkisstjórinn í Illinois, hefur valið. 31.12.2008 12:09 Geir vill kjósa um aðildarviðræður Forsætisráðherra telur koma til greina að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við evrópusambandið. Þetta kemur fram í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í dag. 31.12.2008 12:07 Frakkar miðla málum á Gaza Frakkar reyna nú að miðla málum milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gaza. Sarkozy Frakklandsforseti íhugar að halda til Ísraels til fundar við leiðtoga þar. Ísraelar segja hugmyndir frakka um tveggja sólahringa vopnahlé til að hjálpa særðum óraunhæfar. 31.12.2008 12:01 Keyrði á fólksbíl og stakk af Harður árekstur varð á Eyrarbakka nú fyrir stundu þegar jeppa var ekið inn í hliðina á fólksbíl. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi flúði ökumaður jeppans af vettvangi. Ekki vitað um meiðsl á fólki, en samkvæmt sjónarvotti var áreksturinn harkalegur. 31.12.2008 11:12 Stórtækur flugeldaþjófur í Hveragerði Skotglaður þjófur braust inn í geymslugám hjálparsveitar skáta í Hveragerði í nótt og hafði á brott með sér flugelda að andvirði 200 þúsund króna. Alls rogaðist þjófurinn út með níu stóra kassa, þar sem í voru meðal annars fjórar risatertur, fjórar Gunnlaugstertur, kassi af Thunderking sprengjum og tveir stórir kassar af stjörnuljósum. 31.12.2008 10:51 Harður árekstur á Sæbraut Harður árekstur varð á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar laust eftir eitt í nótt. Bíll sem var ekið yfir á rauðu ljósi frá Kringlumýrarbrautinni fór í veg fyrir annan sem var á leið í austurátt eftir Sæbraut. Sá kastaðist á girðingu á umferðareyju og rann svo eftir Sæbrautinni. 31.12.2008 09:57 Maður lést í bruna í Fannborg Maður á áttræðisaldri lést þegar eldur kom upp í íbúð hans í fjölbýlishúsi í Fannborg í Kópavogi um þrjúleytið nótt. Aðrir íbúar hússins þurftu að yfirgefa íbúðir sínar og hlúði hópur frá Rauði krossinum að fólkinu og veitti því áfallahjálp í strætisvögnum fyrir utan húsið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Að því loknu gátu flestir íbúanna að snúið aftur í íbúðir sínar, en ein þeirra var þó óíbúðarhæf vegna reykskemmda. 31.12.2008 03:56 Halldóra Eldjárn jarðsungin Fjölmenni var við útför Halldóru Kristínar Ingólfsdóttur Eldjárn forsetafrúar sem jarðsungin var frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Frú Halldóra var fædd á Ísafirði 24. nóvember 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 21. desember síðastliðinn. 31.12.2008 03:15 Fimm gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins „Mér finnst bara ágætt að fólk gefi kost á sér til starfa í flokknum," segir Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarmanna og frambjóðandi til varaformanns flokksins. 30.12.2008 22:35 Hægt að læra af áliti Umboðsmanns Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að hugsanlega sé hægt að læra af áliti Umboðsmanns Alþingis sem barst í dag. Í áliti sínu kemst Umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að annmarkar hafi verið á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands-eystra. 30.12.2008 20:31 Flugeldasala gengur vel Flugeldasala hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu gengur eftir óskum og sölustaðir hafa verið stappfullir í kvöld, segir Jón Ingi Sigvaldason markaðs- og sölustjóri. 30.12.2008 21:16 Jón Baldvin gælir við framboð Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, gælir við endurkomu í stjórnmálin og segist til viðtals við allt og alla. 30.12.2008 18:47 Kaupþing og Glitnir sameinast hugsanlega Kaupþing og Glitnir gætu runnið í eina sæng á nýju ári. Hversu mörgum verður sagt upp eða hvort útibúum verður lokað, er enn óljóst. Uppsagnir lykistjórnenda Kaupþings tengjast nýjum áherslum. 30.12.2008 18:34 Sigmundur ætlar í formannsframboð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur og fyrrverandi sjónvarpsmaður í Kastljósi mun bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Sigmundur tilkynnti þetta í Íslandi í dag nú í kvöld. Sigmundur Davíð hafði áður sagt í samtali við Vísi að hann væri að íhuga framboð. Sigmundur hefur nýlega gengið í flokkinn, en hann er sonur Gunnlaugs Sigmundssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins. 30.12.2008 19:03 Mannlíf valdi Guðmund mann ársins Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í hanknattleik, er maður ársins að mati tímaritsins Mannlífs. Blaðið kom út í dag. Guðmundur stýrði landsliðinu, sem fór frægðarför á Ólympíuleikana í Peking og kom heim með silfurverðlaun. 30.12.2008 21:49 Hrikalegt verkefni að loka fjárlagagatinu Sársaukafullar aðgerðir blasa við stjórnvöldum til að loka fjárlagagatinu. Jafnvel þótt helstu skattar yrðu hækkaðir um þriðjung og launakostnaður ríkisstarfsmanna skorinn niður um fjórðung dygði það ekki til. 30.12.2008 18:59 Annmarkar á skipun Þorsteins sem héraðsdómara Umboðsmaður Alþingis telur að annmarkar hafi verið á undirbúningi, ákvörðun og málsmeðferð þegar Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands-eystra. Þorsteinn var skipaður í embættið 30.12.2008 18:19 Ráðning skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu ólögleg Forsætisráðuneytinu var óheimilt að setja Björn Rúnar Guðmundsson í embætti skrifstofustjóra á nýrri efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu ráðuneytisins frá 1. Nóvember síðastliðnum, án þess að auglýsa starfið fyrst. Þetta kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis. 30.12.2008 17:47 Vilja hefja hvalveiðar á ný Félag skipstjórnarmanna skorar á sjávarútvegsráðherra að sjá til þess að hvalveiðar hefjist á ný. Þetta kemur fra í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi á Grand Hotel í dag. Í ályktuninni segir að við þær aðstæður sem nú ríki í þjóðfélaginu veiti ekki af því að sjálfbærar veiðar verði leyfðar úr öllum þeim stofnum sem til þess séu bærir. 30.12.2008 17:34 Skipar starfshóp til að móta aðgerðir á vinnumarkaði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir á vinnumarkaði og mun hann hefja störf nú þegar. Honum er ætlað að skila fyrstu tillögum sínum fyrir 1. febrúar og verða þær þá kynntar í ríkisstjórn. 30.12.2008 17:14 Kennari við Yale í rannsóknarnefndina Sigríður Benediktsdóttir, kennari við hagfræðideild Yale-háskóla hefur verið ráðin í nefnd sem á að rannsaka aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna. 30.12.2008 16:54 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að lemja mann með glerflösku Karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðulands-eystra fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri í sumar. 30.12.2008 16:50 Atvinnuleysi nær hæstu hæðum í maí Vinnumálastofnun hefur tekið saman skýrslu um horfur á vinnumarkaði næstu mánuði. Megin niðurstöður samantektarinnar er að atvinnuleysi muni hækka nokkuð hratt næstu 2-3 mánuði og fara í ríflega 7% í janúar og yfir 8% í febrúar. Eftir það mun atvinnuleysi aukast hægar og fara í 9-10% á vormánuðum. Hæst fari atvinnuleysi í maí samhliða því að námsmenn koma út á vinnumarkaðinn og eigi erfitt með að fá störf. 30.12.2008 16:19 Um 300 manns mótmæla ástandinu á Gaza Núna klukkan 16:00 hófst mótmælafundur á Lækjartorgi sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru um 300 manns á mótmælunum. Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra er meðal þeirra sem eru að mótmæla. 30.12.2008 16:08 Seðlabankastjórar fá launalækkun Bankaráð Seðlabankans hefur samþykkt að lækka laun bankastjóra um 15 prósent frá 1. janúar næstkomandi. Er þetta gert með vísan til breytingar á lögum um kjararáð sem gerðar voru á dögunum. 30.12.2008 16:04 Reykjavíkurborg tekur við heimahjúkrun af ríkinu Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag samning um að flytja rekstur Miðstöðvar heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins frá ríkinu til borgarinnar. 30.12.2008 15:47 Íslendingur stýrir aðstoðinni á Gaza Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hafa vart undan við að aðstoða særða á Gazasvæðinu. Mikið öngþveiti ríkir á sjúkrahúsum þar sem erfitt er að annast allan þann fjölda særðra borgara sem leitar sér aðhlynningar. Um 350 manns hafa látið lífið í árásum Ísraelshers, og að minnsta kosti 1.000 manns hafa særst. Íslenskur sendifulltrúi stýrir aðstoð Rauða krossins á svæðinu. 30.12.2008 15:45 Viðar Már í stað Páls Hreinssonar í Hæstarétt Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur, að tillögu Hæstaréttar Íslands, skipað Viðar Má Matthíasson prófessor til að vera varadómari í Hæstarétti Íslands frá 1. janúar 2009. 30.12.2008 15:19 Pólverjar í farbann vegna innflutnings á 2000 e-töflum Fjórir Pólverjar eru í farbanni fram í miðjan janúar vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á 2000 e-töflum. Töflurnar komu hingað til lands með póstsendingu frá Póllandi. 30.12.2008 15:13 Enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur framlengt til 12. janúar umsóknarfrest um embætti sérstaks saksóknara. Fyrri umsóknarfrestur rann út í gær og sótti enginn um starfið að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. 30.12.2008 15:09 Völvublaðið rifið úr hillunum Völvublað Vikunnar kom út í gær og fyrstu sölutölur benda til þess að Íslendinga þyrsti heldur betur í fréttir af framtíðinni. 30.12.2008 15:04 Sjá næstu 50 fréttir
Gleðilegt nýtt ár Starfsfólk Vísis óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á því viðburðarríka ári sem nú er liðið. 31.12.2008 23:45
Baráttunni hvergi nærri lokið „Sá dagur líður ei hjá að ég spyrji mig ekki hvort stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir þá atburði sem urðu hér á landi í haust,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu sem sýnt var í kvöld. Geir sagði að hann sem forsætisráðherra bæri ábyrgð á stjórn landsins og þá ábyrgð myndi hann axla, hvort sem siglt væri um lygnan sjó eða þungan. 31.12.2008 21:32
Hápunktar ársins 2008 í annál Stöðvar 2 Fréttaannáll Stöðvar 2 var sýndur á Stöð 2 í kvöld og var útsendingin einnig send beint út á Vísi. Hægt er að horfa á annálinn með því að smella á hlekkinn hér að ofan. 31.12.2008 19:45
Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31.12.2008 16:18
Egill Helgason átti leið framhjá mótmælunum „Ég á heima í næstu götu. Gekk þarna fram hjá eins og endranær með syni mínum á leið til að kaupa flugelda. Staldraði við í sirka fimm mínútur. Talaði við nokkra kunningja mína sem áttu líka leið framhjá. Lét í ljósi þá skoðun mína að fólk sé eðlilega reitt út í ríkisstjórn íslands. Það var nú alltof sumt," segir Egill Helgason, spjallþáttastjórnandi á Ríkissjónvarpinu. 31.12.2008 16:18
Leiðinlegt að hafa ekki getað klárað þáttinn Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir leiðinlegt að ekki hafi verið hægt að klára Kryddsíldina og ræða málin. Hann segir alltaf leiðinlegt þegar mótmæli fari úr böndunum en hann skilur fólk sem er að mótmæla fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Steingrímur segir að nú ætti að boða til kosninga. 31.12.2008 15:59
Búið að handtaka þrjá Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er aðgerðum við Hótel Borg ekki lokið en nú þegar er búið að hantaka þrjá einstaklinga. Nokkrir lögreglumenn urðu fyrir meiðslum og fékk m.a einn grjót í höfuðið. Hinir lentu í stympingum. 31.12.2008 15:34
Tæknifólk Stöðvar 2 varð fyrir árásum Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnandi Kryddsíldarinnar segir að tæknifólk Stöðvar 2 hafi orðið fyrir árásum á meðan þátturinn var sendur út fyrr í dag. Þetta er átjánda Kryddsíldin sem er haldinn. Sigmundru segir að mótmælendur hafi með framferði sínu klippt á lýðræðislega umræðu í landinu. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fékk stein í höfuðið. 31.12.2008 15:25
Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31.12.2008 14:48
Ingibjörg og Geir ákváðu að geyma hrókeringar í ríkisstjórn fram yfir landsfund Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í Kryddsíldinni fyrir stundu að hún og Geir H. Haarde forsætisráðherra hefðu rætt um hrókeringar í ríkisstjórn fyrir jól. Niðurstaða þeirra hefði hinsvegar verið að best væri að bíða með þær ákvarðanir fram yfir landsfund Sjálfstæðisflokksins í janúar. 31.12.2008 14:34
Kryddsíldin í beinni Kryddsíld Stöðvar 2 hófst nú klukkan tvö. Þar spyrja þau Sigmundur Ernir Rúnarsson og Edda Andrésdóttir leiðtoga stjórnmálaflokkanna spjörunum úr. Það má búast við fjörugum þætti, enda margt að ræða eftir þetta viðburðarríka ár. 31.12.2008 14:00
Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31.12.2008 13:56
Hernaði verður haldið áfram á Gaza Núverandi ástand býður ekki upp á vopnahlé á Gaza. Þetta sagði Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels við blaðamenn að loknum fundi með öryggisráði landsins í dag. 31.12.2008 13:29
Fjöldi brenna um allt land Tugir brenna verða haldnar víða á landinu í kvöld, gamlárskvöld. Fjórar stórar brennur verða í Reykjavík í ár og fimm litlar. 31.12.2008 12:35
Obama á móti arftakanum Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, hvetur demókrata á Bandaríkjaþingi til að hafna arftaka sínum sem ríkisstjórinn í Illinois, hefur valið. 31.12.2008 12:09
Geir vill kjósa um aðildarviðræður Forsætisráðherra telur koma til greina að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við evrópusambandið. Þetta kemur fram í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í dag. 31.12.2008 12:07
Frakkar miðla málum á Gaza Frakkar reyna nú að miðla málum milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gaza. Sarkozy Frakklandsforseti íhugar að halda til Ísraels til fundar við leiðtoga þar. Ísraelar segja hugmyndir frakka um tveggja sólahringa vopnahlé til að hjálpa særðum óraunhæfar. 31.12.2008 12:01
Keyrði á fólksbíl og stakk af Harður árekstur varð á Eyrarbakka nú fyrir stundu þegar jeppa var ekið inn í hliðina á fólksbíl. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi flúði ökumaður jeppans af vettvangi. Ekki vitað um meiðsl á fólki, en samkvæmt sjónarvotti var áreksturinn harkalegur. 31.12.2008 11:12
Stórtækur flugeldaþjófur í Hveragerði Skotglaður þjófur braust inn í geymslugám hjálparsveitar skáta í Hveragerði í nótt og hafði á brott með sér flugelda að andvirði 200 þúsund króna. Alls rogaðist þjófurinn út með níu stóra kassa, þar sem í voru meðal annars fjórar risatertur, fjórar Gunnlaugstertur, kassi af Thunderking sprengjum og tveir stórir kassar af stjörnuljósum. 31.12.2008 10:51
Harður árekstur á Sæbraut Harður árekstur varð á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar laust eftir eitt í nótt. Bíll sem var ekið yfir á rauðu ljósi frá Kringlumýrarbrautinni fór í veg fyrir annan sem var á leið í austurátt eftir Sæbraut. Sá kastaðist á girðingu á umferðareyju og rann svo eftir Sæbrautinni. 31.12.2008 09:57
Maður lést í bruna í Fannborg Maður á áttræðisaldri lést þegar eldur kom upp í íbúð hans í fjölbýlishúsi í Fannborg í Kópavogi um þrjúleytið nótt. Aðrir íbúar hússins þurftu að yfirgefa íbúðir sínar og hlúði hópur frá Rauði krossinum að fólkinu og veitti því áfallahjálp í strætisvögnum fyrir utan húsið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Að því loknu gátu flestir íbúanna að snúið aftur í íbúðir sínar, en ein þeirra var þó óíbúðarhæf vegna reykskemmda. 31.12.2008 03:56
Halldóra Eldjárn jarðsungin Fjölmenni var við útför Halldóru Kristínar Ingólfsdóttur Eldjárn forsetafrúar sem jarðsungin var frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Frú Halldóra var fædd á Ísafirði 24. nóvember 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 21. desember síðastliðinn. 31.12.2008 03:15
Fimm gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins „Mér finnst bara ágætt að fólk gefi kost á sér til starfa í flokknum," segir Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarmanna og frambjóðandi til varaformanns flokksins. 30.12.2008 22:35
Hægt að læra af áliti Umboðsmanns Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að hugsanlega sé hægt að læra af áliti Umboðsmanns Alþingis sem barst í dag. Í áliti sínu kemst Umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að annmarkar hafi verið á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands-eystra. 30.12.2008 20:31
Flugeldasala gengur vel Flugeldasala hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu gengur eftir óskum og sölustaðir hafa verið stappfullir í kvöld, segir Jón Ingi Sigvaldason markaðs- og sölustjóri. 30.12.2008 21:16
Jón Baldvin gælir við framboð Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, gælir við endurkomu í stjórnmálin og segist til viðtals við allt og alla. 30.12.2008 18:47
Kaupþing og Glitnir sameinast hugsanlega Kaupþing og Glitnir gætu runnið í eina sæng á nýju ári. Hversu mörgum verður sagt upp eða hvort útibúum verður lokað, er enn óljóst. Uppsagnir lykistjórnenda Kaupþings tengjast nýjum áherslum. 30.12.2008 18:34
Sigmundur ætlar í formannsframboð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur og fyrrverandi sjónvarpsmaður í Kastljósi mun bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Sigmundur tilkynnti þetta í Íslandi í dag nú í kvöld. Sigmundur Davíð hafði áður sagt í samtali við Vísi að hann væri að íhuga framboð. Sigmundur hefur nýlega gengið í flokkinn, en hann er sonur Gunnlaugs Sigmundssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins. 30.12.2008 19:03
Mannlíf valdi Guðmund mann ársins Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í hanknattleik, er maður ársins að mati tímaritsins Mannlífs. Blaðið kom út í dag. Guðmundur stýrði landsliðinu, sem fór frægðarför á Ólympíuleikana í Peking og kom heim með silfurverðlaun. 30.12.2008 21:49
Hrikalegt verkefni að loka fjárlagagatinu Sársaukafullar aðgerðir blasa við stjórnvöldum til að loka fjárlagagatinu. Jafnvel þótt helstu skattar yrðu hækkaðir um þriðjung og launakostnaður ríkisstarfsmanna skorinn niður um fjórðung dygði það ekki til. 30.12.2008 18:59
Annmarkar á skipun Þorsteins sem héraðsdómara Umboðsmaður Alþingis telur að annmarkar hafi verið á undirbúningi, ákvörðun og málsmeðferð þegar Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands-eystra. Þorsteinn var skipaður í embættið 30.12.2008 18:19
Ráðning skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu ólögleg Forsætisráðuneytinu var óheimilt að setja Björn Rúnar Guðmundsson í embætti skrifstofustjóra á nýrri efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu ráðuneytisins frá 1. Nóvember síðastliðnum, án þess að auglýsa starfið fyrst. Þetta kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis. 30.12.2008 17:47
Vilja hefja hvalveiðar á ný Félag skipstjórnarmanna skorar á sjávarútvegsráðherra að sjá til þess að hvalveiðar hefjist á ný. Þetta kemur fra í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi á Grand Hotel í dag. Í ályktuninni segir að við þær aðstæður sem nú ríki í þjóðfélaginu veiti ekki af því að sjálfbærar veiðar verði leyfðar úr öllum þeim stofnum sem til þess séu bærir. 30.12.2008 17:34
Skipar starfshóp til að móta aðgerðir á vinnumarkaði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir á vinnumarkaði og mun hann hefja störf nú þegar. Honum er ætlað að skila fyrstu tillögum sínum fyrir 1. febrúar og verða þær þá kynntar í ríkisstjórn. 30.12.2008 17:14
Kennari við Yale í rannsóknarnefndina Sigríður Benediktsdóttir, kennari við hagfræðideild Yale-háskóla hefur verið ráðin í nefnd sem á að rannsaka aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna. 30.12.2008 16:54
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að lemja mann með glerflösku Karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðulands-eystra fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri í sumar. 30.12.2008 16:50
Atvinnuleysi nær hæstu hæðum í maí Vinnumálastofnun hefur tekið saman skýrslu um horfur á vinnumarkaði næstu mánuði. Megin niðurstöður samantektarinnar er að atvinnuleysi muni hækka nokkuð hratt næstu 2-3 mánuði og fara í ríflega 7% í janúar og yfir 8% í febrúar. Eftir það mun atvinnuleysi aukast hægar og fara í 9-10% á vormánuðum. Hæst fari atvinnuleysi í maí samhliða því að námsmenn koma út á vinnumarkaðinn og eigi erfitt með að fá störf. 30.12.2008 16:19
Um 300 manns mótmæla ástandinu á Gaza Núna klukkan 16:00 hófst mótmælafundur á Lækjartorgi sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru um 300 manns á mótmælunum. Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra er meðal þeirra sem eru að mótmæla. 30.12.2008 16:08
Seðlabankastjórar fá launalækkun Bankaráð Seðlabankans hefur samþykkt að lækka laun bankastjóra um 15 prósent frá 1. janúar næstkomandi. Er þetta gert með vísan til breytingar á lögum um kjararáð sem gerðar voru á dögunum. 30.12.2008 16:04
Reykjavíkurborg tekur við heimahjúkrun af ríkinu Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag samning um að flytja rekstur Miðstöðvar heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins frá ríkinu til borgarinnar. 30.12.2008 15:47
Íslendingur stýrir aðstoðinni á Gaza Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hafa vart undan við að aðstoða særða á Gazasvæðinu. Mikið öngþveiti ríkir á sjúkrahúsum þar sem erfitt er að annast allan þann fjölda særðra borgara sem leitar sér aðhlynningar. Um 350 manns hafa látið lífið í árásum Ísraelshers, og að minnsta kosti 1.000 manns hafa særst. Íslenskur sendifulltrúi stýrir aðstoð Rauða krossins á svæðinu. 30.12.2008 15:45
Viðar Már í stað Páls Hreinssonar í Hæstarétt Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur, að tillögu Hæstaréttar Íslands, skipað Viðar Má Matthíasson prófessor til að vera varadómari í Hæstarétti Íslands frá 1. janúar 2009. 30.12.2008 15:19
Pólverjar í farbann vegna innflutnings á 2000 e-töflum Fjórir Pólverjar eru í farbanni fram í miðjan janúar vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á 2000 e-töflum. Töflurnar komu hingað til lands með póstsendingu frá Póllandi. 30.12.2008 15:13
Enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur framlengt til 12. janúar umsóknarfrest um embætti sérstaks saksóknara. Fyrri umsóknarfrestur rann út í gær og sótti enginn um starfið að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. 30.12.2008 15:09
Völvublaðið rifið úr hillunum Völvublað Vikunnar kom út í gær og fyrstu sölutölur benda til þess að Íslendinga þyrsti heldur betur í fréttir af framtíðinni. 30.12.2008 15:04