Erlent

Hvetja til sátta í gasdeilu

George Bush
George Bush

Bandaríkjamenn hvöttu í dag til þess að eðlilegt flæði á gasi yrði áfram tryggt frá Rússlandi til Úkraínu. Rússneski orkurisinn Gazprom skrúfaði fyrir gas til Úkraínumanna í morgun vegna deilna um greiðslur og verð á gasi fyrir 2009. Fulltrúar Gazprom segja Úkraínumenn ekki hafa borgað en það segja ráðamenn í Kænugarði rangt.

Í yfirlýsingu frá George Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseta, segir að Bandaríkjamenn vonist til að hægt verði að semja, sér í lagi í ljósi þess hvaða áhrif þetta geti haft nú um hávetur í Úkraínu þegar mjög kalt sé í veðri.

Ákvörðun Gazprom geti einnig orðið til að valda óstöðuleika á orkumarkaði í Evrópu. Fyrirtækið er með fjórðungs markaðshlutdeild á Evrópusambandssvæðinu og flytur mikið af sínu gasi þangað um leiðslur í Úkraínu.






Tengdar fréttir

Skrúfað fyrir gas til Úkraínu

Rússneka orkufyrirtækið Gazprom skrúfaði í morgun fyrir gas til Úkraínu. Það var gert vegna deilna um ógreidda reikninga og verð á gasi fyrir árið 2009. Evrópubúar óttast gasskort því Gazprom er með fjóðurngs markaðshlutdeild á Evrópusambandssvæðinu og gas flutt í gegnum leiðslur sem liggja um Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×