Erlent

Forystumaður í Hamas felldur

Nizar Rayan.
Nizar Rayan. MYND/AFP

Nizar Rayan, einn æðsti leiðtogi Hamas-samtakanna, féll í loftárásum Ísraelshers á Gaza-svæðið í dag. Sprengjum var varpað á heimili Rayans. Sex Palestínumenn til viðbótar féllu í þeirri árás, þar á meðal ættingjar Rayans.

Talið er víst að þetta verði til að herða Hamas-liða í baráttunni gegn Ísraelum og að þeir verði síður líklegir til að semja um vopnahlé.

Rayan talaði oft fyrir hönd Hamas og nýlega hafði hann hvatt til röð sjálfsvígssprengjuárása í Ísrael vegna loftárásanna á Gaza. Í nýlegu sjónvarpsviðtali sagði hann að Hamas-liðar væru að undirbúa árásir og gíslatökur í Ísrael.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×