Erlent

Heiftarleg átök á Gaza í morgun

Frá Gaza ströndinni í morgun.
Frá Gaza ströndinni í morgun.

Ísraelskir hermenn og liðsmenn Hamas hafa háð heiftarlega skotbardaga á Gaza ströndinni í morgun. Tæplega 900 Palestínumenn hafa fallið í átökunum.

Ísraelar hafa sent hersveitir úr varaliði sínu inn á Gaza ströndina og þar voru í dag skotbardagar sem lýst var sem heiftarlegum. Árásirnar á Gaza hafa nú staðið í sautján daga og hafa 895 palestínumenn fallið í valinn.

Margir þeirra voru óbreyttir borgarar þar á meðal mikill fjöldi barna sem biðu bana í loftárásum eða stórskotahríðinni sem dynur á ströndinni.

Því til viðbótar hafa um 3600 særst og öll sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir eru yfirfullar af slösuðu fólki. Margt af því hefur misst útliti í sprengjuárásum.

Ísraelskir fótgönguliðar hafa enn ekki ráðist inn í sjálfa Gaza borg eða aðra þéttbýlisstaði. Hinsvegar hafa verið gerðar þar fjölmargar loftárásir.

Ísraelskar orrustuþotur hafa einnig gert fjölmargar árásir meðfram landamærum Egyptalands til þess að eyðileggja neðanjarðargöng sem Hamas liðar nota til þess að flytja vopn og skotfæri til Gaza strandarinnar.

Palestínumenn segja að mörg hundruð jarðgöng hafi verið eyðilögð. Vopnahlésviðræðum er haldið áfram, en ekki sýnast líkur á að þær beri skjótan árangur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×