Erlent

Fimmtán dönsk börn í SMS-meðferð í fyrra

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Um það bil 15 dönsk börn og ungmenni gengust á síðasta ári undir meðferð hjá sérstakri hjálparstofnun á Sjálandi til að venja sig af SMS-fíkn. Að sögn starfsmanns stofnunarinnar var yngsti skjólstæðingurinn tólf ára gamall.

Það voru ráðþrota foreldrar sem sendu börn sín í meðferð þegar þau gerðu orðið varla neitt annað en að skrifa og senda SMS-skeyti úr farsímum sínum. Íþróttir, nám og svefn höfðu þá vikið fyrir fíkninni. Fréttastofan greindi frá því fyrir helgina að hörðustu SMS-notendur í Danmörku sendu yfir 300 SMS-skeyti á dag og væru læknar farnir að vara við slitgigt í þumalfingri af þessum sökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×