Innlent

Harma hvernig staðið var að breytingum á St. Jósefs

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali.

Félag sérfræðinga í meltingarsjúkdómum harmar hvernig var staðið að þeim breytingum, sem stjórnvöld kynntu nýverið á rekstri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.

Jafnframt lýsir félagið yfir áhyggjum af afdrifum hinna fjölmörgu sjúklinga, sem njóta mjög sérhæfðrar þjónustu þar, sem ekki er fyrir hendi annars staðar. Loks lýsir Félag sérfræðinga í meltingarsjúkdómum furðu sinni á því að ekkert samráð hafi verið haft við fagaðila áður en þessar mikilvægu ákvarðanir voru teknar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×