Innlent

Heimilt að skerða bætur um 50% eftir umferðarslys

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Verði tryggingafélagi var heimilt að skerða bætur ökumanns sem lenti í alvarlegu umferðarslysi 7. október 2006.

Maðurinn hlaut umtalsverða áverka í slysinu og brotnuðu meðal annars báðir fætur hans illa. Vörður tryggingafélag bauð manninum 50% bætur úr slysatryggingu ökumanns, þar sem félagið taldi að stórkostlegs gáleysis hefði gætt í aksturslagi hans í umrætt sinn. Maðurinn krafðist fullra bóta og stefndi því Troju trésmíðaverkstæði sem var eigandi bílsins Reykjavík og Verði tryggingum.

Dómurinn tók undir sjónarmið Varðar tryggingafélags um að gáleysis hefði gætt við aksturslag mannsins og tryggingafélaginu væri því heimilt að skerða bætur til hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×