Erlent

Morðalda í Mexíkó

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Felipe Calderón Mexíkóforseti.
Felipe Calderón Mexíkóforseti.

Morð og mannrán eru um þessar mundir tíðari í Mexíkó en nokkru sinni fyrr og hyggjast stjórnvöld þar í landi grípa til stórhertra aðgerða gegn eiturlyfjahringjum og skipulagðri glæpastarfsemi.

Í fyrra féllu tæplega 5.400 mexíkóskir löggæslumenn og meintir afbrotamenn í átökum sem er meira en tvöföldun frá árinu á undan. Felipe Calderón Mexíkóforseti hefur nú kvatt herinn á vettvang til að hafa hemil á ástandinu og eru hermenn orðnir algeng sjón á götum stærstu borga landsins og á þjóðvegum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×