Fleiri fréttir Nóg af fiski en erfitt að veiða „Það er nóg af henni hérna en það er bara málið að koma henni í pokann og halda henni þar,“ sagði Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE, í gær þar sem hann var við tilraunaveiðar á norrænni gulldeplu. 12.1.2009 02:30 Einungis ein þjóð á fleiri bíla en Íslendingar Íslendingar eiga næstflestar bifreiðar af öllum þjóðum heims, ef miðað er við höfðatölu. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Economist. Þar kemur fram að bílaeign er algengust í Luxemburg af öllum þjóðum heims. Þar eru 647 bifreiðar á hverja 1000 íbúa. Ísland fylgir fast á eftir, einnig með vel á sjöunda hundrað bifreiða á hverja þúsund íbúa. Fast á hæla Íslendinga koma svo Ný-Sjálendingar með um það bil 600 bíla á hverja þúsund íbúa og Ítalir koma þar á eftir. 11.1.2009 22:33 Enginn ágreiningur í ríkisstjórn vegna átaka á Gaza Enginn ágreiningur er í ríkisstjórn um afstöðu Íslendinga til hernaðarátaka á Gaza svæðinu og hafa öll helstu skref í nýrri stefnumótun um Mið- Austurlönd 11.1.2009 22:00 Bush heldur upp á afmælið með fallhlífarstökki George H.W. Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda upp á 85 ára afmælið sitt með því að stökkva í fallhlíf. Sonur hans, George W. Bush yngri og núverandi Bandaríkjaforseti segir hann klikkaðan. 11.1.2009 20:57 Þjórsá haldið fyrir aðra atvinnukosti Iðnaðarráðherra telur mikilvægt að halda neðri Þjórsá fyrir aðra iðnaðarkosti en álver. Þótt aðrir möguleikar hafi kulnað í efnahagskreppunni kveðst hann enn bjartsýnn á að úr rætist. 11.1.2009 19:09 Mikilvægast að verja Gjástykki og Leirhnjúk, segir Ómar Gjástykki og Leirhnjúkur eru heimsundur, segir Ómar Ragnarsson, sem telur stærsta málið í umhverfisvernd á Íslandi um þessar mundir að bjarga þeim frá því að verða iðnaðarsvæði. 11.1.2009 18:50 Bæjarstjóri hvetur fólk til að hætta að borga „Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn," 11.1.2009 16:40 Betra að fá lánað en staðgreiða Neytendur sem staðgreiða vörur geta verið í lakari réttarstöðu en þeir sem borga með raðgreiðslum fari fyrirtækið í þrot, segir talsmaður neytenda. Dæmi eru um að fólk sitji uppi með gallaðar og jafnvel ónýtar vörur sem það fær ekki bætt vegna þess að fyrirtækið sem seldi því vöruna hefur skipt um kennitölu. 11.1.2009 19:05 Ríkisskattstjóri rannsakar fleiri greiðslukort Þrjátíu erlend greiðslukort hafa bæst við í rannsókn Ríkisskattstjóra á notkun kortanna hér á landi eftir að tímabil rannsóknarinnar var lengt. Alls eru því 60 erlend greiðslukort til skoðunar. Íslenskir eigendur kortanna notuðu erlendu kortin hér á landi og gátu þannig komist hjá því að greiða skatt af tekjum sínum. 11.1.2009 18:39 Uppstokkun á ríkisstjórninni væntanleg Uppstokkun á ríkisstjórninni er talin í bígerð. Í þingliði stjórnarinnar er rætt um að flokkarnir víxli á utanríkis- og fjármálaráðuneyti, og jafnvel fleiri ráðuneytum, og að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari í menntamálin frekar en fjármálin. 11.1.2009 18:34 Þúsundir gætu látist úr kulda og flensu í Bretlandi Kuldi og flensa gætu fellt þúsundir manna í Bretlandi í vetur að mati mannúðarsamtaka þar í landi. Mikill kuldi, skæð flensa og efnahagskreppan koma illa við eldri borgara og þá sem veikari eru fyrir. 11.1.2009 16:13 Obama boðar breytingar á utanríkisstefnu Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, boðaði breytingar á utanríkisstefnu Bandaríkjanna í viðtali í dag. Hann sagðist vilja beinar viðræður á skilyrða við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Hann segist ætla að standa við loforð sitt um að loka Guantanamo-fangabúðunum. 11.1.2009 19:34 Harðir bardagar á Gaza í dag Ísrelskir hermenn börðust í návígi við herskáa Palestínumenn í úthverfum Gaza-borgar í dag. Bardagarnir munu þeir hörðustu frá upphafi landhernaðar Ísraela á Gaza fyrir rúmri viku. 11.1.2009 19:15 Læknir ætlar í mál við ríkið vegna uppsagnar Stjórn sjúkrahússins á Akureyri beitir starfsfólk sitt ofbeldi, segir forstöðumaður dagdeildar á geðsviði sjúkrahússins. Hann ætlar í skaðabótamál við ríkið, vegna meintrar ólöglegrar uppsagnar. 11.1.2009 18:53 Sænskt sjúkrahús jafnað við jörðu á Gaza Ísraelsher jafnaði í dag við jörðu sjúkrahús sem sænska kirkjan rekur á Gazaströndinni. Sjúkrahúsið varð fyrst fyrir flugskeyti úr þyrlu hersins og skömmu síðar rigndi skotum frá skriðdrekum yfir húsið. Engann sakaði, en sjúkrahúsið er gjörónýtt. 11.1.2009 17:59 Ellilífeyrisþegi kveikti í þingmanni Reiður ellilífeyrisþegi réðst á singapúrskan þingmann í dag og kveikti í honum, vegna óánægju með að hafa ekki fengið nýársgjöf. 11.1.2009 15:15 Sameining til að verja heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hvetur menn til að skoða reynsluna af sameiningu heilbrigðisstofnana á Austurlandi og Suðurlandi. Hörð mótmæli berast nú gegn sameiningum annarsstaðar á landsbyggðinni. Hann viðurkennir að margir stjórnendur muni missa vinnuna. 11.1.2009 12:09 Bretar vilja úr ESB Nærri tveir þriðjuhlutar breskra kjósenda vilja skera á tenglsin við Evrópusambandið að hluta eða alfarið. 11.1.2009 12:01 Eltingarleikur við ölvaðan ökumann Lögregla á Suðurnesjum handtók í morgun mjög ölvaðan ökumann eftir eftirför um götur Reykjanesbæjar. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók utan í lögreglubifreiðina við eftirförina. 11.1.2009 11:42 Telur kosningar líklegar fyrir lok kjörtímabils Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra telur líklegt að kosið verði áður en kjörtímabilinu lýkur árið 2011. Þetta sagði hún í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 11.1.2009 11:29 Ferja sökk í aftakaveðri Ferja með 250 farþega og 17 manna áhofn innanborðs sökk í aftakaveðri í austurhluta Indonesíu í nótt. Samgönguráðherra landsins sagði að 150 hefði verið náð úr flakinu, en tiltók ekki hvort fólkið var lífs eða liðið. Talsmaður ráðuneytisins sagði fyrr í dag að vitað væri að átján manns hefðu lifað slysið af. Fellibylur geysar nú á svæðinu og er ölduhæð mikil. 11.1.2009 11:15 Opnað fyrir gasið Eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu eru á leið til gasdælustöðva í Úkraínu til að hafa eftirlit með rússagasi sem flæðir um leiðslur þar til viðskiptavina í Mið- og Suður-Evrópu. Rússar skrúfuðu fyrir gas til Úkraínumanna í desember vegna deilna um verð. Þeir sökuðu síðan Úkraínumenn um að stela úr leiðslum gasi sem átti að fara annað og skrúfuðu fyrir það líka. Nú verður opna fyrir það streymi eftir að ráðamenn í Kænugarði samþykktu í gær að hleypa eftirlitsmönnum inn í landið. Þannig fá krókloppnir Evrópubúar aftur gas til húshitunar en það getur þó tekið allt upp í þrjá sólahringa að fá fram fullt flæði. Gasdeila Rússa og Úkraínumann er enn óleyst. 11.1.2009 10:23 Segja mannslífum stefnt í hættu Starfsmannafélag Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi mótmælir harðlega öllum hugmyndum um stórfellda sameiningu heilbrigðisstofnana, sem kynntar voru á fundi 7. janúar. Í tilkynningu frá félaginu segir að engin haldbær gögn hafi verið lögð fram sem sýni að um raunsparnað sé að ræða og engin fagleg rök hafi komið fram fyrir sameiningunni. Þjónusta við íbúana muni skerðast verulega og mannslífum sé stefnt í hættu. 11.1.2009 10:12 Bretaprins biðst afsökunar Harry Bretaprins hefur beðist afsökunar á orðbragði sínu á upptöku sem breska blaðið News of the World birtir í dag. Upptakan er frá 2006 og tekin af félaga prinsins þar sem þeir og fleiri liðsforingjaefni í breska hernum biðu eftir flugi til æfingabúða á Kýpur. Í samtali notar Harry niðrandi orð um Pakistana og Araba. Hann talar um "Paki" þegar hann vísar til kunningja síns frá Pakistan en það orð þykir afar niðrandi. Harry kallar einnig annan félaga sinn handklæðahaus eða "raghed" sem þykir bera vott um fordóma í garð Araba og vísa til höfuðklúta þeirra. Prinsinn hefur sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni og segist harma orðavalið. Ummælin hafi hins vegar ekki átta að vera meiðandi. 11.1.2009 09:45 Drykkjulæti og sprengingar í Reykjavík í nótt Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Flest voru útköllin vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum eða sprengingum, en skotgleði landans virðist lítið hafa dvínað þó langt sé liðið á janúar. 11.1.2009 09:43 Aðeins eðlilegar gengisvarnir Forsvarsmenn Existu hafna því að félagið hafi veikt íslensku krónuna með því að taka stöðu gegn henni, eins og fulltrúar Landssambands íslenskra útvegsmanna hafa haldið fram. 11.1.2009 00:01 Tvö umferðarslys á Reykjanesbraut Tvö umferðaróhöpp urðu á Reykjanesbrautinni í hádeginu í dag þegar skyndileg hálka myndaðist á brautinni við Kúagerði. Í fyrra tilvikinu missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt útfyrir veg og hafnaði hún á milli akreinanna. Þrennt var í bifreiðinni hjón með ungtbarn, sem öll voru flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús til skoðunar. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið. í seinna óhappinu missti ökumaður stjórn á bifreið sinni, sem hafnaði utan vegar engin slys og bifreiðin lítið skemmd. 10.1.2009 19:57 Undanþága frá fiskveiðistefnu ólíkleg Íslendingar fá líklega ekki undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, segir norskur þjóðréttarsérfræðingur við Háskólann í Tromsö. 10.1.2009 19:06 Helguvík þurrkar upp jarðhitann Jarðhitageymir Reykjanesskaga verður þurrkaður upp á skömmum tíma, ef virkjanaáform vegna Helguvíkurálvers ná fram að ganga. Þetta segir Ómar Ragnarsson, sem segir að Íslendingar verði að hætta að ljúga því að sjálfum sér og útlendingum að jarðvarmi sé endurnýjanleg orka. 10.1.2009 18:51 Guðlaugur púaður niður Heilbrigðisráðherra var púaður niður á tvöþúsund manna fundi í Hafnarfirði í dag um framtíð Sánkti Jósefsspítala. Mótmælin dynja á ráðherranum hvaðanæva að vegna sparnaðaraðgerða en hann spyr á móti hvort fólki vilji frekar gríðarlegar gjaldskrárhækkanir og þjónustuskerðingu. 10.1.2009 18:40 Mótmæltu hreppaflutningum á Akureyri Ríflega 270 manns tóku þátt í mótmælagöngu gegn hreppaflutningum á gamla fólkinu á Akureyri í dag. Gengið var frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg. Rósa Eggertsdóttir og Edward Huijbens töluðu, og eftir að tókust mótmælendur í hendur og hugleiddu réttlæti. 10.1.2009 17:04 Kannabisræktun í Grafarholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Grafarholti í gær. Við húsleit á staðnum fundust um 70 kannabisplöntur, þar af margar á lokastigi ræktunar. Jafnframt var lagt hald á ýmsan búnað sem tengdist starfseminni. Kona á fertugsaldri var handtekin í þágu rannsóknar málsins. Hún hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála. 10.1.2009 16:59 Segja það mistök að hætta við málsókn gegn Bretum Indefence.is hópurinn lýsir yfir miklum vonbrigðum með það að stjórnvöld skuli hafa fallið frá málshöfðun á hendur Breta vegna beitingu hryðjuverkalaga til að frysta eignir bankanna í Bretlandi. 10.1.2009 16:06 Góð mæting á Austurvöll Fjölmenni er á Austurvelli, þar sem mótmæli á vegum Radda fólksins fer fram, og er völlurinn fullur af fólki. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram. Ræðumenn í dag eru Lilja Mósesdóttir hagfræðingur, Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og Lárus Páll Birgisson sjúkraliði. 10.1.2009 15:36 Unnið fram á nótt við Ósárbrú Unnið er af krafti við að steypa brú yfir Ósá, sem er framhald að Bolungarvíkurgöngum. Starfsmenn Vestfirskra Verktaka, undirverktaka Ósafls unnu fram á nótt í gær við brúarsmíðina. Brúin er 30m löng og í dekkið á henni fóru um 280 rúmmetrar af steypu. Búið er að sprengja rúmlega 1400 metra af þeim 5156 metrum sem þarf að sprengja fyrir Bolungarvíkurgöngin. 10.1.2009 15:20 Björn Bjarna skrifar bók um Evrópumálin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skrifað bók um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Björn greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær og sagðist með þessu vilja efla umræður um Evrópumálin. Bókin, sem nefnist Hvað er Íslandi fyrir bestu? kom úr prentun í gær. Hún fer sölu og kynningu í bókaverslunum eftir helgi, en það er útgáfufélagið Ugla sem gefur bókina út. 10.1.2009 14:53 Versnandi veður á Norðurlandi Veður fer versnandi á Norðurlandi frá Skagafirði austur að Melrakkasléttu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni er spáð vaxandi ofanhríð og skafrenningi og afar takmörkuðu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum. Dregur úr ofanhríð og vindi undir kvöldið. 10.1.2009 13:19 Sjóræningjar fengu þrjár milljónir dollara Sómalskir sjóræningjar hafa í gær og í morgun skilað tveimur skipum sem þeir rændu í nóvember. Annað þeirra er sádí arabísk risaolíuskip. Fyrir það fengust þrjár milljónir bandaríkjadala í lausnargjald. Fimm sjóræningjanna drukknuðu skömmu eftir að þeir höfðu skilað skipinu. 10.1.2009 12:20 Lágt olíuverð hindrar nýja orkugjafa Lægra olíuverð minnkar verulega hvatann til að finna nýja orkugjafa og erfiðar efnahagsaðstæður seinka tilkomu nýrra orkugjafa um einhver ár. Þetta kemur fram í nýrri eldsneytisspá sem Orkuspárnefnd hefur gefið út til næstu áratuga. 10.1.2009 12:18 Sérfræðingar vonlitlir um vopnahlé á Gaza Þrátt fyrir að Hamas-samtökin og Ísraelar hafi sent fulltrúa til Egyptalands til viðræðna um vopnahlé á Gaza dvína vonir um að nokkuð verði af samkomulagi um slíkt. Sprengjum rigndi yfir Gaza í nótt fimmtánda daginn í röð og flugskeytum var áfram skotið á Ísrael. 10.1.2009 12:12 Fjöldi mótmælafunda í dag Niðurskurði í heilbrigðiskerfinu verður víða mótmælt í dag. Borgarafundur verður í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði klukkan 14, en þar vonast menn til að heilbrigðisráðherra verði meðal gesta. Klukkan 15 verður mótmælaganga á Akureyri, frá Samkomuhúsinu að Ráðhústorginu. Þar er hreppaflutningum á gamla fólkinu mótmælt, sem og lokun geðdeilda, uppsögnum ljósmæðra og skerðingu á þjónustu fjórðungssjúkrahússins. 10.1.2009 12:08 Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Oddsskarði opin Vont veður veldur því að mörg skíðasvæði verða lokuð í dag þrátt fyrir að ekki vanti snjóinn. Veðrið er bærilegra hjá öðrum, og verða skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Oddsskarði opin í dag. 10.1.2009 11:34 Hálka um land allt Færð er slæm um mest allt land og hálka í öllum landshlutum. Hálka er á Reykjanesbraut. Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir. Snjóþekja er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. 10.1.2009 10:59 Rólegheitanótt um land allt Nóttin var með rólegasta móti um allt land. Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu. Þá barst Lögreglu fremur óvanaleg tilkynning um að skipstjóri væri ölvaður og beið eftir að hann kæmi í land við Reykjavíkurhöfn. Lögreglan á Selfossi tók einn fyrir fíkniefnaakstur. Þá varð ein bílvelta á Skeiðarvegi seint í gærkvöldi. Tvennt var í bílnum og sluppu ómeidd. 10.1.2009 10:15 Obama til í að tala við Hamas Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, mun að líkindum láta af þeirri stefnu George Bush fráfarandi forseta að einangara Hamas-samtökin og neita viðræðum við þau um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Breska blaðið Guardian hefur þetta eftir heimildarmönnum úr ráðgjafahóp Obama. 10.1.2009 10:05 Sjá næstu 50 fréttir
Nóg af fiski en erfitt að veiða „Það er nóg af henni hérna en það er bara málið að koma henni í pokann og halda henni þar,“ sagði Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE, í gær þar sem hann var við tilraunaveiðar á norrænni gulldeplu. 12.1.2009 02:30
Einungis ein þjóð á fleiri bíla en Íslendingar Íslendingar eiga næstflestar bifreiðar af öllum þjóðum heims, ef miðað er við höfðatölu. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Economist. Þar kemur fram að bílaeign er algengust í Luxemburg af öllum þjóðum heims. Þar eru 647 bifreiðar á hverja 1000 íbúa. Ísland fylgir fast á eftir, einnig með vel á sjöunda hundrað bifreiða á hverja þúsund íbúa. Fast á hæla Íslendinga koma svo Ný-Sjálendingar með um það bil 600 bíla á hverja þúsund íbúa og Ítalir koma þar á eftir. 11.1.2009 22:33
Enginn ágreiningur í ríkisstjórn vegna átaka á Gaza Enginn ágreiningur er í ríkisstjórn um afstöðu Íslendinga til hernaðarátaka á Gaza svæðinu og hafa öll helstu skref í nýrri stefnumótun um Mið- Austurlönd 11.1.2009 22:00
Bush heldur upp á afmælið með fallhlífarstökki George H.W. Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda upp á 85 ára afmælið sitt með því að stökkva í fallhlíf. Sonur hans, George W. Bush yngri og núverandi Bandaríkjaforseti segir hann klikkaðan. 11.1.2009 20:57
Þjórsá haldið fyrir aðra atvinnukosti Iðnaðarráðherra telur mikilvægt að halda neðri Þjórsá fyrir aðra iðnaðarkosti en álver. Þótt aðrir möguleikar hafi kulnað í efnahagskreppunni kveðst hann enn bjartsýnn á að úr rætist. 11.1.2009 19:09
Mikilvægast að verja Gjástykki og Leirhnjúk, segir Ómar Gjástykki og Leirhnjúkur eru heimsundur, segir Ómar Ragnarsson, sem telur stærsta málið í umhverfisvernd á Íslandi um þessar mundir að bjarga þeim frá því að verða iðnaðarsvæði. 11.1.2009 18:50
Bæjarstjóri hvetur fólk til að hætta að borga „Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn," 11.1.2009 16:40
Betra að fá lánað en staðgreiða Neytendur sem staðgreiða vörur geta verið í lakari réttarstöðu en þeir sem borga með raðgreiðslum fari fyrirtækið í þrot, segir talsmaður neytenda. Dæmi eru um að fólk sitji uppi með gallaðar og jafnvel ónýtar vörur sem það fær ekki bætt vegna þess að fyrirtækið sem seldi því vöruna hefur skipt um kennitölu. 11.1.2009 19:05
Ríkisskattstjóri rannsakar fleiri greiðslukort Þrjátíu erlend greiðslukort hafa bæst við í rannsókn Ríkisskattstjóra á notkun kortanna hér á landi eftir að tímabil rannsóknarinnar var lengt. Alls eru því 60 erlend greiðslukort til skoðunar. Íslenskir eigendur kortanna notuðu erlendu kortin hér á landi og gátu þannig komist hjá því að greiða skatt af tekjum sínum. 11.1.2009 18:39
Uppstokkun á ríkisstjórninni væntanleg Uppstokkun á ríkisstjórninni er talin í bígerð. Í þingliði stjórnarinnar er rætt um að flokkarnir víxli á utanríkis- og fjármálaráðuneyti, og jafnvel fleiri ráðuneytum, og að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari í menntamálin frekar en fjármálin. 11.1.2009 18:34
Þúsundir gætu látist úr kulda og flensu í Bretlandi Kuldi og flensa gætu fellt þúsundir manna í Bretlandi í vetur að mati mannúðarsamtaka þar í landi. Mikill kuldi, skæð flensa og efnahagskreppan koma illa við eldri borgara og þá sem veikari eru fyrir. 11.1.2009 16:13
Obama boðar breytingar á utanríkisstefnu Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, boðaði breytingar á utanríkisstefnu Bandaríkjanna í viðtali í dag. Hann sagðist vilja beinar viðræður á skilyrða við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Hann segist ætla að standa við loforð sitt um að loka Guantanamo-fangabúðunum. 11.1.2009 19:34
Harðir bardagar á Gaza í dag Ísrelskir hermenn börðust í návígi við herskáa Palestínumenn í úthverfum Gaza-borgar í dag. Bardagarnir munu þeir hörðustu frá upphafi landhernaðar Ísraela á Gaza fyrir rúmri viku. 11.1.2009 19:15
Læknir ætlar í mál við ríkið vegna uppsagnar Stjórn sjúkrahússins á Akureyri beitir starfsfólk sitt ofbeldi, segir forstöðumaður dagdeildar á geðsviði sjúkrahússins. Hann ætlar í skaðabótamál við ríkið, vegna meintrar ólöglegrar uppsagnar. 11.1.2009 18:53
Sænskt sjúkrahús jafnað við jörðu á Gaza Ísraelsher jafnaði í dag við jörðu sjúkrahús sem sænska kirkjan rekur á Gazaströndinni. Sjúkrahúsið varð fyrst fyrir flugskeyti úr þyrlu hersins og skömmu síðar rigndi skotum frá skriðdrekum yfir húsið. Engann sakaði, en sjúkrahúsið er gjörónýtt. 11.1.2009 17:59
Ellilífeyrisþegi kveikti í þingmanni Reiður ellilífeyrisþegi réðst á singapúrskan þingmann í dag og kveikti í honum, vegna óánægju með að hafa ekki fengið nýársgjöf. 11.1.2009 15:15
Sameining til að verja heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hvetur menn til að skoða reynsluna af sameiningu heilbrigðisstofnana á Austurlandi og Suðurlandi. Hörð mótmæli berast nú gegn sameiningum annarsstaðar á landsbyggðinni. Hann viðurkennir að margir stjórnendur muni missa vinnuna. 11.1.2009 12:09
Bretar vilja úr ESB Nærri tveir þriðjuhlutar breskra kjósenda vilja skera á tenglsin við Evrópusambandið að hluta eða alfarið. 11.1.2009 12:01
Eltingarleikur við ölvaðan ökumann Lögregla á Suðurnesjum handtók í morgun mjög ölvaðan ökumann eftir eftirför um götur Reykjanesbæjar. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók utan í lögreglubifreiðina við eftirförina. 11.1.2009 11:42
Telur kosningar líklegar fyrir lok kjörtímabils Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra telur líklegt að kosið verði áður en kjörtímabilinu lýkur árið 2011. Þetta sagði hún í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 11.1.2009 11:29
Ferja sökk í aftakaveðri Ferja með 250 farþega og 17 manna áhofn innanborðs sökk í aftakaveðri í austurhluta Indonesíu í nótt. Samgönguráðherra landsins sagði að 150 hefði verið náð úr flakinu, en tiltók ekki hvort fólkið var lífs eða liðið. Talsmaður ráðuneytisins sagði fyrr í dag að vitað væri að átján manns hefðu lifað slysið af. Fellibylur geysar nú á svæðinu og er ölduhæð mikil. 11.1.2009 11:15
Opnað fyrir gasið Eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu eru á leið til gasdælustöðva í Úkraínu til að hafa eftirlit með rússagasi sem flæðir um leiðslur þar til viðskiptavina í Mið- og Suður-Evrópu. Rússar skrúfuðu fyrir gas til Úkraínumanna í desember vegna deilna um verð. Þeir sökuðu síðan Úkraínumenn um að stela úr leiðslum gasi sem átti að fara annað og skrúfuðu fyrir það líka. Nú verður opna fyrir það streymi eftir að ráðamenn í Kænugarði samþykktu í gær að hleypa eftirlitsmönnum inn í landið. Þannig fá krókloppnir Evrópubúar aftur gas til húshitunar en það getur þó tekið allt upp í þrjá sólahringa að fá fram fullt flæði. Gasdeila Rússa og Úkraínumann er enn óleyst. 11.1.2009 10:23
Segja mannslífum stefnt í hættu Starfsmannafélag Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi mótmælir harðlega öllum hugmyndum um stórfellda sameiningu heilbrigðisstofnana, sem kynntar voru á fundi 7. janúar. Í tilkynningu frá félaginu segir að engin haldbær gögn hafi verið lögð fram sem sýni að um raunsparnað sé að ræða og engin fagleg rök hafi komið fram fyrir sameiningunni. Þjónusta við íbúana muni skerðast verulega og mannslífum sé stefnt í hættu. 11.1.2009 10:12
Bretaprins biðst afsökunar Harry Bretaprins hefur beðist afsökunar á orðbragði sínu á upptöku sem breska blaðið News of the World birtir í dag. Upptakan er frá 2006 og tekin af félaga prinsins þar sem þeir og fleiri liðsforingjaefni í breska hernum biðu eftir flugi til æfingabúða á Kýpur. Í samtali notar Harry niðrandi orð um Pakistana og Araba. Hann talar um "Paki" þegar hann vísar til kunningja síns frá Pakistan en það orð þykir afar niðrandi. Harry kallar einnig annan félaga sinn handklæðahaus eða "raghed" sem þykir bera vott um fordóma í garð Araba og vísa til höfuðklúta þeirra. Prinsinn hefur sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni og segist harma orðavalið. Ummælin hafi hins vegar ekki átta að vera meiðandi. 11.1.2009 09:45
Drykkjulæti og sprengingar í Reykjavík í nótt Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Flest voru útköllin vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum eða sprengingum, en skotgleði landans virðist lítið hafa dvínað þó langt sé liðið á janúar. 11.1.2009 09:43
Aðeins eðlilegar gengisvarnir Forsvarsmenn Existu hafna því að félagið hafi veikt íslensku krónuna með því að taka stöðu gegn henni, eins og fulltrúar Landssambands íslenskra útvegsmanna hafa haldið fram. 11.1.2009 00:01
Tvö umferðarslys á Reykjanesbraut Tvö umferðaróhöpp urðu á Reykjanesbrautinni í hádeginu í dag þegar skyndileg hálka myndaðist á brautinni við Kúagerði. Í fyrra tilvikinu missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt útfyrir veg og hafnaði hún á milli akreinanna. Þrennt var í bifreiðinni hjón með ungtbarn, sem öll voru flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús til skoðunar. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið. í seinna óhappinu missti ökumaður stjórn á bifreið sinni, sem hafnaði utan vegar engin slys og bifreiðin lítið skemmd. 10.1.2009 19:57
Undanþága frá fiskveiðistefnu ólíkleg Íslendingar fá líklega ekki undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, segir norskur þjóðréttarsérfræðingur við Háskólann í Tromsö. 10.1.2009 19:06
Helguvík þurrkar upp jarðhitann Jarðhitageymir Reykjanesskaga verður þurrkaður upp á skömmum tíma, ef virkjanaáform vegna Helguvíkurálvers ná fram að ganga. Þetta segir Ómar Ragnarsson, sem segir að Íslendingar verði að hætta að ljúga því að sjálfum sér og útlendingum að jarðvarmi sé endurnýjanleg orka. 10.1.2009 18:51
Guðlaugur púaður niður Heilbrigðisráðherra var púaður niður á tvöþúsund manna fundi í Hafnarfirði í dag um framtíð Sánkti Jósefsspítala. Mótmælin dynja á ráðherranum hvaðanæva að vegna sparnaðaraðgerða en hann spyr á móti hvort fólki vilji frekar gríðarlegar gjaldskrárhækkanir og þjónustuskerðingu. 10.1.2009 18:40
Mótmæltu hreppaflutningum á Akureyri Ríflega 270 manns tóku þátt í mótmælagöngu gegn hreppaflutningum á gamla fólkinu á Akureyri í dag. Gengið var frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg. Rósa Eggertsdóttir og Edward Huijbens töluðu, og eftir að tókust mótmælendur í hendur og hugleiddu réttlæti. 10.1.2009 17:04
Kannabisræktun í Grafarholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Grafarholti í gær. Við húsleit á staðnum fundust um 70 kannabisplöntur, þar af margar á lokastigi ræktunar. Jafnframt var lagt hald á ýmsan búnað sem tengdist starfseminni. Kona á fertugsaldri var handtekin í þágu rannsóknar málsins. Hún hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála. 10.1.2009 16:59
Segja það mistök að hætta við málsókn gegn Bretum Indefence.is hópurinn lýsir yfir miklum vonbrigðum með það að stjórnvöld skuli hafa fallið frá málshöfðun á hendur Breta vegna beitingu hryðjuverkalaga til að frysta eignir bankanna í Bretlandi. 10.1.2009 16:06
Góð mæting á Austurvöll Fjölmenni er á Austurvelli, þar sem mótmæli á vegum Radda fólksins fer fram, og er völlurinn fullur af fólki. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram. Ræðumenn í dag eru Lilja Mósesdóttir hagfræðingur, Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og Lárus Páll Birgisson sjúkraliði. 10.1.2009 15:36
Unnið fram á nótt við Ósárbrú Unnið er af krafti við að steypa brú yfir Ósá, sem er framhald að Bolungarvíkurgöngum. Starfsmenn Vestfirskra Verktaka, undirverktaka Ósafls unnu fram á nótt í gær við brúarsmíðina. Brúin er 30m löng og í dekkið á henni fóru um 280 rúmmetrar af steypu. Búið er að sprengja rúmlega 1400 metra af þeim 5156 metrum sem þarf að sprengja fyrir Bolungarvíkurgöngin. 10.1.2009 15:20
Björn Bjarna skrifar bók um Evrópumálin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skrifað bók um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Björn greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær og sagðist með þessu vilja efla umræður um Evrópumálin. Bókin, sem nefnist Hvað er Íslandi fyrir bestu? kom úr prentun í gær. Hún fer sölu og kynningu í bókaverslunum eftir helgi, en það er útgáfufélagið Ugla sem gefur bókina út. 10.1.2009 14:53
Versnandi veður á Norðurlandi Veður fer versnandi á Norðurlandi frá Skagafirði austur að Melrakkasléttu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni er spáð vaxandi ofanhríð og skafrenningi og afar takmörkuðu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum. Dregur úr ofanhríð og vindi undir kvöldið. 10.1.2009 13:19
Sjóræningjar fengu þrjár milljónir dollara Sómalskir sjóræningjar hafa í gær og í morgun skilað tveimur skipum sem þeir rændu í nóvember. Annað þeirra er sádí arabísk risaolíuskip. Fyrir það fengust þrjár milljónir bandaríkjadala í lausnargjald. Fimm sjóræningjanna drukknuðu skömmu eftir að þeir höfðu skilað skipinu. 10.1.2009 12:20
Lágt olíuverð hindrar nýja orkugjafa Lægra olíuverð minnkar verulega hvatann til að finna nýja orkugjafa og erfiðar efnahagsaðstæður seinka tilkomu nýrra orkugjafa um einhver ár. Þetta kemur fram í nýrri eldsneytisspá sem Orkuspárnefnd hefur gefið út til næstu áratuga. 10.1.2009 12:18
Sérfræðingar vonlitlir um vopnahlé á Gaza Þrátt fyrir að Hamas-samtökin og Ísraelar hafi sent fulltrúa til Egyptalands til viðræðna um vopnahlé á Gaza dvína vonir um að nokkuð verði af samkomulagi um slíkt. Sprengjum rigndi yfir Gaza í nótt fimmtánda daginn í röð og flugskeytum var áfram skotið á Ísrael. 10.1.2009 12:12
Fjöldi mótmælafunda í dag Niðurskurði í heilbrigðiskerfinu verður víða mótmælt í dag. Borgarafundur verður í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði klukkan 14, en þar vonast menn til að heilbrigðisráðherra verði meðal gesta. Klukkan 15 verður mótmælaganga á Akureyri, frá Samkomuhúsinu að Ráðhústorginu. Þar er hreppaflutningum á gamla fólkinu mótmælt, sem og lokun geðdeilda, uppsögnum ljósmæðra og skerðingu á þjónustu fjórðungssjúkrahússins. 10.1.2009 12:08
Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Oddsskarði opin Vont veður veldur því að mörg skíðasvæði verða lokuð í dag þrátt fyrir að ekki vanti snjóinn. Veðrið er bærilegra hjá öðrum, og verða skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Oddsskarði opin í dag. 10.1.2009 11:34
Hálka um land allt Færð er slæm um mest allt land og hálka í öllum landshlutum. Hálka er á Reykjanesbraut. Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir. Snjóþekja er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. 10.1.2009 10:59
Rólegheitanótt um land allt Nóttin var með rólegasta móti um allt land. Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu. Þá barst Lögreglu fremur óvanaleg tilkynning um að skipstjóri væri ölvaður og beið eftir að hann kæmi í land við Reykjavíkurhöfn. Lögreglan á Selfossi tók einn fyrir fíkniefnaakstur. Þá varð ein bílvelta á Skeiðarvegi seint í gærkvöldi. Tvennt var í bílnum og sluppu ómeidd. 10.1.2009 10:15
Obama til í að tala við Hamas Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, mun að líkindum láta af þeirri stefnu George Bush fráfarandi forseta að einangara Hamas-samtökin og neita viðræðum við þau um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Breska blaðið Guardian hefur þetta eftir heimildarmönnum úr ráðgjafahóp Obama. 10.1.2009 10:05