Atvinnurekendur svíkja út bæturnar 12. janúar 2009 05:00 Aðalsteinn Árni Baldursson Fyrirtæki og einstaklingar misnota atvinnuleysisbætur vegna hlutastarfs í auknum mæli og nýta þær sem launagreiðslur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrirtæki hafi lækkað starfshlutfall starfsmanna um allt að helming en ætlast til sömu afkasta eftir sem áður. Þannig hafi atvinnuleysisbæturnar í reynd breyst í niðurgreiðslu launakostnaðar. Í einhverjum tilfellum vinni starfsfólkið þó að eigin frumkvæði fullt starf á skertum launum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta skýrt lögbrot sem launþegarnir séu þátttakendur í. „Þeir eru einfaldlega að svíkja út bætur. Það gæti vel komið til þess að fólk verði endurkrafið um bæturnar ef slíkt kemst upp." Breyting á starfshlutfalli geti ekki verið einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Samþykki starfsmaður ekki skerðingu skuli atvinnurekandi segja honum upp með eðlilegum uppsagnarfresti. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar - stéttarfélags, segir fyrirtæki hafa leitað til sín, sem telji sig í rétti að fara þessa leið. Hann hafi bent þeim á að þetta sé ólöglegt. Að auki veit Aðalsteinn til þess að lögin hafi verið misnotuð á annan hátt. „Ég þekki nokkur dæmi þess að fyrirtæki segi fólki upp störfum og sendi það strax af stað til að sækja um bætur vegna skertrar atvinnu. Það er klárt lögbrot, enda ber fyrirtækjum að greiða starfsmönnum uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningi," segir Aðalsteinn. „Vinnumálastofnun og stéttarfélögin eiga að sækja hart að þessum atvinnurekendum. Láti þeir ekki segjast á að kæra þá. Ábyrgð fylgir rekstri. Þeir verða að axla sína ábyrgð," segir Aðalsteinn. Launafólk eigi undir högg að sækja. „Það er sótt að fólki að taka á sig alls konar skerðingar. Það er búið að taka heila öld að byggja upp réttindakerfi fyrir verkafólk. Við erum komin áratugi aftur í tímann í þeirri réttindabaráttu." Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Fyrirtæki og einstaklingar misnota atvinnuleysisbætur vegna hlutastarfs í auknum mæli og nýta þær sem launagreiðslur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrirtæki hafi lækkað starfshlutfall starfsmanna um allt að helming en ætlast til sömu afkasta eftir sem áður. Þannig hafi atvinnuleysisbæturnar í reynd breyst í niðurgreiðslu launakostnaðar. Í einhverjum tilfellum vinni starfsfólkið þó að eigin frumkvæði fullt starf á skertum launum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta skýrt lögbrot sem launþegarnir séu þátttakendur í. „Þeir eru einfaldlega að svíkja út bætur. Það gæti vel komið til þess að fólk verði endurkrafið um bæturnar ef slíkt kemst upp." Breyting á starfshlutfalli geti ekki verið einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Samþykki starfsmaður ekki skerðingu skuli atvinnurekandi segja honum upp með eðlilegum uppsagnarfresti. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar - stéttarfélags, segir fyrirtæki hafa leitað til sín, sem telji sig í rétti að fara þessa leið. Hann hafi bent þeim á að þetta sé ólöglegt. Að auki veit Aðalsteinn til þess að lögin hafi verið misnotuð á annan hátt. „Ég þekki nokkur dæmi þess að fyrirtæki segi fólki upp störfum og sendi það strax af stað til að sækja um bætur vegna skertrar atvinnu. Það er klárt lögbrot, enda ber fyrirtækjum að greiða starfsmönnum uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningi," segir Aðalsteinn. „Vinnumálastofnun og stéttarfélögin eiga að sækja hart að þessum atvinnurekendum. Láti þeir ekki segjast á að kæra þá. Ábyrgð fylgir rekstri. Þeir verða að axla sína ábyrgð," segir Aðalsteinn. Launafólk eigi undir högg að sækja. „Það er sótt að fólki að taka á sig alls konar skerðingar. Það er búið að taka heila öld að byggja upp réttindakerfi fyrir verkafólk. Við erum komin áratugi aftur í tímann í þeirri réttindabaráttu."
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira