Innlent

Endurskoðun fer á fullt

Formenn og samninganefnd Alþýðusambandsins, ASÍ, hefur átt fund með forystu opinberra starfsmanna í því skyni að taka upp samningaviðræður um að framlengja kjarasamninga sem losna um miðjan febrúar. Upp úr viðræðum við ríkið slitnaði fyrir jól.

„Við erum að reyna að finna fleti á því að setja í gang viðræður við okkar viðsemjendur og hefja tvíhliða viðræður. Þetta eru viðræður um að endurskoða kjarasamninga á almenna markaðnum og leggja drög að kjarasamningi á opinbera sviðinu. Eins og var fyrir jól var mikil eindrægni hjá samtökum launafólks um að eiga náið og gott samstarf." Fundur var með SA fyrir helgi. Samningaviðræður fara á fullt eftir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×