Erlent

Slapp ótrúlega vel frá hákarlsárás

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hvítháfur. Ekki er algengt að þeir ráðist á menn að tilefnislausu og hafa innan við 300 slíkar árásir verið skráðar síðan tekið var að skrá þær árið 1876. Um þverbak keyrði þó við ástralskar strendur um helgina.
Hvítháfur. Ekki er algengt að þeir ráðist á menn að tilefnislausu og hafa innan við 300 slíkar árásir verið skráðar síðan tekið var að skrá þær árið 1876. Um þverbak keyrði þó við ástralskar strendur um helgina. MYND/AP

Þrettán ára stúlka þykir hafa sloppið ótrúlega vel frá árás fimm metra langs hvíthákarls undan austurströnd Ástralíu um helgina en hákarlinn beit brimbretti, sem stúlkan var á, í tvennt og slasaði hana alvarlega á hægra fæti.

Frændi stúlkunnar kom henni til hjálpar og bjargaði henni á þurrt á meðan hákarlinn hringsólaði í kringum þau. Nokkrum baðströndum í Ástralíu hefur verið lokað til öryggis en hákarl réðst á rúmlega þrítugan mann á brimbretti við norðurströnd landsins nokkrum klukkustundum áður en ráðist var á stúlkuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×