Innlent

Robert Wade á Borgarafundinum í kvöld

Robert Wade heldur erindi á Borgarafundinum í kvöld.
Robert Wade heldur erindi á Borgarafundinum í kvöld.

Borgarafundur verður haldinn í Háskólabíó í kvöld klukkan 20:00 í áttunda sinn. Öllum formönnum stjórnmálaflokkanna og Viðskiptaráði Íslands hefur verið boðin þátttaka í pallborðsumræðum. Efni fundarins er íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar og spurt er hvað hafi farið úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir. Þetta kemur fram í frétt frá aðstandendum fundarins.

Frummælendur verða Robert Wade - prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics, Raffaella Tenconi - hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir - stjórnsýslufræðingur, Herbert Sveinbjörnsson - heimildamyndagerðarmaður og aðgerðarsinni

„Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.

Rétt er að taka fram að enskumælandi frummælendum verður gert kleift að svara spurningum sem bornar eru fram á íslensku með aðstoð túlks, og erindi þeirra og svör verða sömuleiðis þýdd á íslensku."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×