Erlent

Stúlka lést úr fuglaflensu

Nítján ára stúlka er látin úr fuglaflensu í Peking. Yfirvöld hafa staðfest að flensan er af afbrigðinu H5NI, sem lengi hefur verið óttast að muni valda heimsfaraldri.

Konan veiktist á aðfangadag og var lögð inn á spítala þremur dögum síðar. Hún lést svo í gær. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum komst konan í snertingu við fiðurfé skömmu áður en hún veiktist, þegar hún keypti níu endur á markaði í úthverfi Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×