Innlent

Landsbankinn hyggst heldur ekki kaupa veiðileyfi

Nýi Landsbankinn hefur hvorki fest né keypt veiðileyfi fyrir næsta ár og hyggst ekki gera það. Þetta kemur fram í svari skrifstofu bankastjórnar við fyrirspurn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar.

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings hefur einnig svarað fyrirspurn stangveiðifélagsins og segir að bankinn muni ekki kaupa nein laxveiðileyfi næsta sumar.

Gömlu bankarnir voru atkvæðamiklir í veiðileyfakaupum undanfarin ár, og því má ætla að við ríkisvæðingu þeirra missi eigendur betri laxveiðiáa landsins því spón úr aski sínum.




Tengdar fréttir

Nýja Kaupþing kaupir engin laxveiðileyfi í sumar

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings hefur sent stjórn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar stutt bréf þar sem segir að bankinn muni ekki kaupa nein laxveiðileyfi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×