Erlent

Japanar biðja viðskiptaguðinn um gott ár

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mammon eirir engum. Í Japan heitir hann hins vegar Ebisu-Sama.
Mammon eirir engum. Í Japan heitir hann hins vegar Ebisu-Sama. MYND/Reuters

Þúsundir jakkafataklæddra manna söfnuðust saman í Tókýó, höfuðborg Japans, í gær, við helgidóm viðskiptaguðsins Ebisu-Sama, og lögðust á bæn. Þarna var á ferð starfsfólk úr fjármála- og bankageiranum sem bað fyrir góðu viðskiptaári 2009.

Eðlilega kostar bæn til viðskiptaguðsins fjárframlag og þegar samkomunni lauk var söfnunarbaukurinn við hlið altarisins stútfullur af mynt og voru flestir peningarnir eitt jen. Það þykir tákn um breytta tíma að fyrir ekki mjög löngu voru gjarnan þúsund og tíu þúsund jena seðlar í bauknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×