Innlent

Tveir á slysadeild vegna flugeldaslysa

Frá slysadeild Landspítalans. Mynd úr safni.
Frá slysadeild Landspítalans. Mynd úr safni.

Tvö flugeldaslys voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær en í báðum tilvikum voru aðilar fluttir á slysadeild.

Í Grafarvogi voru tveir unglingar að taka í sundur skotelda þegar illa fór en annan þeirra þurfti að færa undir læknishendur.

Í Kópavogi var þriðji unglingurinn við samskonar iðju og þar fór allt á sama veg. Sá brenndist á höndum og í andliti. Mikið ónæði var af flugeldum í gær og bárust lögreglunni margar kvartanir vegna þessa.

Nokkuð var líka um skemmdarverk en púðurkerlingum og öðru slíku var ýmist troðið inn um bréfalúgur eða settar í póstkassa og ruslatunnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×