Erlent

Sviku út rúmar fjórar milljónir gegnum eBay

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hjúkrunarkona og atvinnulaus unnusti hennar eru nú fyrir rétti í Bolton á Englandi ákærð fyrir stórfelld fjársvik með því að hafa boðið hluti til sölu á uppboðsvefnum eBay án þess að láta söluvarninginn af hendi enda var hann aldrei til.

Greiðslur fyrir varninginn voru hins vegar til og þeim stungu skötuhjúin í eigin vasa, alls sem svarar til rúmlega fjögurra milljóna króna. Fyrir peningana skelltu þau sér svo í frí til útlanda, keyptu húsgögn og sóttu ótal knattspyrnuleiki, allt þar til lögreglan bankaði upp á einn góðan veðurdag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×