Erlent

Ofbeldisverkunum linnir ekki í Kaupmannahöfn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tveir menn eru særðir, annar þeirra alvarlega, eftir að óþekktur árásarmaður ruddist inn á veitingastaðinn Bali í Kaupmannahöfn í gærkvöldi, dró upp byssu og skaut fimm skotum að mönnunum.

Annar hinna særðu er meðeigandi staðarins. Sá sem verr fór fyrir liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi en lögregla segir árásina að öllum líkindum hafa verið skipulagða. Varla er liðinn sá dagur af árinu sem ekki hefur komið til stórhættulegra árása í Kaupmannahöfn og var fyrsta morð ársins framið snemma á nýársdagsmorgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×