Kvótaveð í hendur útlendinga 6. janúar 2009 18:29 Glitnir færði veð í kvóta nokkurra stærstu útgerða landsins í hendur erlendra banka síðastliðið sumar. Forstjóri Þorbjarnar í Grindavík segir ráðamenn bankans með þessu hafa svikið skriflegt loforð og því borgi hann nú af lánunum til Deutsche bank. Talið er að kvótaveð að verðmæti á þriðja tug milljarða króna séu þannig komin í hendur útlendinga. Heimildir Stöðvar tvö herma að það hafi verið í júlímánuði í sumar, rúmum mánuði fyrir þrot Glitnis, sem ráðamenn bankans bjuggu til svokallaðan skuldabréfavafning upp á eitthundrað milljarða króna. Fluttu þeir veð margra viðskiptavina sinna í því skyni yfir á félag sem heitir Haf Funding og var það lagt sem trygging gegn erlendu láni. Í þessum hópi voru að minnsta kosti þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki, HB Grandi, Þorbjörn og Brim, og hafa forstjórar þeirra, þeir Eggert Guðmundsson hjá Granda, Guðmundur Krirstjánsson hjá Brimi, og Eiríkur Tómasson hjá Þorbirni, staðfest við Stöð 2 að svo hafi verið. Æðstu ráðamenn Glitnis á þeim tíma, þeir Lárus Welding og Þorsteinn Már Baldvinsson, virðast báðir hafa lagt að forstjórum viðkomandi fyrirtæki að þetta væri nauðsynleg aðgerð til að tryggja rekstur bankans og engin áhætta fælist í þessu. Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík segist hafa haft illan bifur á þessu en látið til leiðast þegar skrifleg trygging var fengin fyrir því að veð í kvóta myndi ekki færast til útlendinga. Það hafi ekki staðist því nú fái fyrirtækið rukkanir frá Deutsche bank. „Ég tel að við höfum verið sviknir af formanni stjórnar bankans og framkvæmdastjóra, þeim Þorsteini Má Baldvinssyni og Lárusi Welding. Þeir lofuðu því að þetta kæmist ekki í hendur erlends aðila og skrifuðu undir það., sagði Eiríkur í dag. Eggert Guðmundsson forstjóri HBGranda, sagði málið í vinnslu hjá skilanefnd gamla Glitnis en kvaðst hafa trú á því að það leystist farsællega. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar tvö er talið að kvótaveð sem með þessum hætti hafa færst yfir til útlendinga nemi 20-30 milljörðum króna. Íslensk lög kveða á um það að ef erlendur aðili eignast fiskveiðkvóta með yfirtöku veðs verði hann að selja hann innan tólf mánaða. Honum er auk þess bannað að veiða í landhelgi Íslands. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Glitnir færði veð í kvóta nokkurra stærstu útgerða landsins í hendur erlendra banka síðastliðið sumar. Forstjóri Þorbjarnar í Grindavík segir ráðamenn bankans með þessu hafa svikið skriflegt loforð og því borgi hann nú af lánunum til Deutsche bank. Talið er að kvótaveð að verðmæti á þriðja tug milljarða króna séu þannig komin í hendur útlendinga. Heimildir Stöðvar tvö herma að það hafi verið í júlímánuði í sumar, rúmum mánuði fyrir þrot Glitnis, sem ráðamenn bankans bjuggu til svokallaðan skuldabréfavafning upp á eitthundrað milljarða króna. Fluttu þeir veð margra viðskiptavina sinna í því skyni yfir á félag sem heitir Haf Funding og var það lagt sem trygging gegn erlendu láni. Í þessum hópi voru að minnsta kosti þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki, HB Grandi, Þorbjörn og Brim, og hafa forstjórar þeirra, þeir Eggert Guðmundsson hjá Granda, Guðmundur Krirstjánsson hjá Brimi, og Eiríkur Tómasson hjá Þorbirni, staðfest við Stöð 2 að svo hafi verið. Æðstu ráðamenn Glitnis á þeim tíma, þeir Lárus Welding og Þorsteinn Már Baldvinsson, virðast báðir hafa lagt að forstjórum viðkomandi fyrirtæki að þetta væri nauðsynleg aðgerð til að tryggja rekstur bankans og engin áhætta fælist í þessu. Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík segist hafa haft illan bifur á þessu en látið til leiðast þegar skrifleg trygging var fengin fyrir því að veð í kvóta myndi ekki færast til útlendinga. Það hafi ekki staðist því nú fái fyrirtækið rukkanir frá Deutsche bank. „Ég tel að við höfum verið sviknir af formanni stjórnar bankans og framkvæmdastjóra, þeim Þorsteini Má Baldvinssyni og Lárusi Welding. Þeir lofuðu því að þetta kæmist ekki í hendur erlends aðila og skrifuðu undir það., sagði Eiríkur í dag. Eggert Guðmundsson forstjóri HBGranda, sagði málið í vinnslu hjá skilanefnd gamla Glitnis en kvaðst hafa trú á því að það leystist farsællega. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar tvö er talið að kvótaveð sem með þessum hætti hafa færst yfir til útlendinga nemi 20-30 milljörðum króna. Íslensk lög kveða á um það að ef erlendur aðili eignast fiskveiðkvóta með yfirtöku veðs verði hann að selja hann innan tólf mánaða. Honum er auk þess bannað að veiða í landhelgi Íslands.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira