Innlent

Ósennilegt að Mannréttindadómstóllinn taki fyrir mál Íslendinga gegn Bretum

Björg Thorarensen, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands.
Björg Thorarensen, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands.

Það er ósennilegt að Mannréttindadómstóll Evrópu taki fyrir kæru íslenskra stjórnvalda gegn breska ríkinu, leiti Landsbanki Íslands ekki fyrst réttar síns fyrir breskum dómstólum. Þetta segir Björg Thorarensen, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands.

Ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að kanna til þrautar möguleika á að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstólnum vegna beitingar breskra stjórnvalda á svonefndum hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum á síðasta ári.

„Mér finnst það ósennilegt að Mannréttindadómstóllinn líti framhjá skilyrðum um að tæma réttarúrræði," segir Björg í samtali við Vísi. Hún bendir þó að að hún viti ekki hvaða rök séu höfð fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Þau hafi ekki verið sett fram.

„En miðað við framkvæmd M annréttindasdómstólsins, hvernig hann túlkar tæmingu réttarúrræða og að þarna er ákvörðun sem beinist alveg klárlega að einum aðila að þá finnst mér ólíklegt að hann falli frá skilyrðum um að þau þurfi að fá úrlausn breskra dómstóla um þetta fyrst," segir Björg. Hún segist telja það skynsamlegt að Landsbankinn leiti réttar síns og byggi á Mannréttindasáttmála Evrópu. Sáttmálinn sé bundinn í lög í Bretlandi.

„En nú verð ég að taka fram að ég veit ekki hvort það eru fordæmi um alveg sambærileg mál eða eitthvað sem hægt er að sýna fram á að það liggi fyrir hver yrði afstaða breskra dómsvalda," segir Björg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×