Innlent

Þungfært á Austurlandi

Þungfært er á Austurlandi og stórhríð á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar. Stórhríð er einnig á Oddskarði, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, og þar er þæfingsfærð en verið er að moka vegi. Frá Norðurlandi berast þær fréttir af miklum éljagangi í Eyjafirði og skafrenningi á Mývatnsheiði og Mývatnsöræfum. Á Vestfjörðum er ófært yfir Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði og því þurfa þeir sem vilja komast akandi í Dýrafjörð úr Reykjavík að fara um Ísafjarðardjúp, mun lengri veg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×