Innlent

Fékk aldrei lán fyrir Decode

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar, segist aldrei hafa fengið lán til hlutabréfakaupa í Decode.

Hún vísar á bug fullyrðingum sem gengið hafa um netið ljósum logum. Þar er hún sögð hafa fengið 75 milljónir á vildarkjörum til að kaupa hlutabréf í Decode. Þetta lán sé verið að afskrifa í Landsbankanum.

„Ég hef ekki tekið lán til hlutabréfakaupa í Landsbankanum, sem er minn viðskiptabanki, og ég hef ekki fengið neitt afskrifað. Punktur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×