Innlent

Jöfn tækifæri í endurreisninni

Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr. Ólafsson

„Við endurreisn efnahagslífsins er mjög mikilvægt að láta ekki sömu aðilana hafa allt atvinnulífið í hendurnar aftur heldur eigum við að gefa öllum tækifæri til að taka þátt í endurreisninni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður um þingsályktunartillögu sína um endurskoðun á samkeppnislögum.

Hann segir mikla fákeppni hafa ríkt á íslenskum markaði og vísar til krosseignatengsla í stórum eignarhaldsfélögum á borð við Samson, Stoðir og FL-Group.

Hann segir menn þar í öllum þáttum atvinnulífsins, hvort sem það er bankastarfsemi, flutningastarfemi, smásöluverslun eða fjölmiðlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×