Erlent

Slösuðust þegar Boeing vél fór út af flugbraut

Nærri fjörutíu manns slösuðust þegar Boeing sjö þrír sjö farþegaþota Continental flugfélagsins bandaríska rann út af flugbraut í Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Enginn mun hafa slasast alvarlega. Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli óhappinu. Flugvélin var rétt rúmum sex hundruð metrum frá enda flugbrautarinnar og við það að taka á loft þegar húnn rann útaf. Eldur kviknaði í flugvélinni en greiðlega gekk að slökkva hann. Hundrað og sjö farþegar og fimm manna áhöfn voru um borð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×