Innlent

Skerðing eftirlauna ráðamanna bætt með launahækkun

Ráðherrar og alþingismenn fá skerðingu eftirlauna bætta með launahækkun frá Kjararáði. Þetta er mat þingmanna að muni gerast.

Með breytingum á hinum umdeildu eftirlaunalögum, sem líklegt er að Alþingi samþykki á morgun, skerðast lífeyrisréttindi ráðherra um sextíu prósent og alþingismanna um tuttugu prósent. Í umræðum í þinginu í gær kom fram það mat að samkvæmt lögum um Kjararáð muni skerðing lífeyrisréttinda verða bætt með launahækkun.

Formaður Frjálslynda flokksins hvatti til þess að málinu yrði frestað og það skoðað betur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×