Innlent

Gott skíðafæri í dag

Skíðasvæðin á Ísafirði í Tungudal og Seljalandsdal voru opnuð í gær og þar er áformað að lyftur verði í gangi í dag milli klukkan eitt og fimm. Áformað er að hafa opið á völdum dögum yfir hátíðirnar. Í Bláfjöllum verður opið frá klukkan 11 til klukkan sex í kvöld. Skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastól verður opið til klukkan fjögur og sömuleiðis í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×