Innlent

Fært um Hellisheiði

Fært er orðið um Hellisheiði en þar er þæfingur og skafrenningur, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Heiðinni var lokað í nótt vegna ófærðar. Á Suðurlandi er hálka, þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum.

Á Vesturlandi er hálka. Þæfingsfærð er á Fróðárheiði, þungfært og skafrenningur er á Útnesvegi. Á Vestfjörðum er hálka. Ófært er yfir Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Eyrarfjall.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Mikil éljagangur er í Eyjafirði og skafrenningur er á Mývatnsheiði og Mývatnsöræfum.

Á Austurlandi er þæfingu og skafrenningur á Fjarðarheiði, þæfingur og stórhríð er á Oddskarði, hálka og snjóþekja á örðum leiðum. Mokstur er hafin á Vatnsskarði eystra.

Ófært er um Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi er flughált vestan Kirkjubæjarklausturs, hálka á öðrum leiðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×